Stríð og spilling í Evrópu

Ef snúið verður tilbaka frá auknum samruna 28 þjóða Evrópusambandsins, mun það leiða til styrjaldarátaka í Evrópu, sagði forseti framkvæmdastjórnar ESB, José Manuel Barroso í árlegri stefnuræðu á Evrópuþinginu.

Fréttaskýrendur líta á orð Barroso sem hótun frá einangraðri pólitískri yfirstétt, fremur en yfirvegaða greiningu. Evrópusambandið sjálft er uppspretta ójafnvægis í álfunni sem vex heldur en minnkar með auknum samruna. Sameiginlegur gjaldmiðill, evran, sem aðeins 17 af 28 ríkjum ESB þó nota, er dýrkeypt mistök og mun leiða til endaloka ESB, segir þýskur sagnfræðingur.

Eina leiðin til að halda evrunni gangandi eru stórfelldir fjármagnsflutningar frá ríku evru-þjóðunum í norðri til þeirra fátæku í suðri. Það verður ekki gert án blekkinga, segir dálkahöfundur Spiegel, Wolfgang Münchau, sökum þess að stjórnmálamenn í Norður-Evrópu hafa marglofað kjósendum sínum að ekki kæmi til þess að Suður-Evrópa yrði á þeirra framfærslu.

Evrópusambandið er í kreppu og verður það í fyrirsjáanlegri framtíð. Evran reyndist misheppnuð sameiningarhugmynd og það mun taka mörg ár ef ekki áratugi að vinda ofan af þeim mistökum. Brussel heldur upplausnarástandi í skefjum með því að hóta stríði.

Íslenskir stjórnmálamenn, sem vilja inn í Evrópusambandið, eru illa að sér ef ekki illa gerðir.


mbl.is Rætt um Evrópumálin á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: rhansen

Nema hvortveggja se ...sem er eiginlega auðsjánlegt !

rhansen, 12.9.2013 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband