Ríkisstofnanir í skotgrafirnar, beðið eftir blóðbaði

Til að verjast boðuðum niðurskurði í ríkisrekstri vígbúast ríkisstofnanir rök sem segja: hér er ekki hægt að skera (meira) niður. Háskólinn, Landsspítalinn, framhaldsskólarnir og fleiri undirbúa varnir gegn niðurskurðarhnífnum.

Í haust kynnir ríkisstjórnin  fyrstu niðurstöður sínar, byggðar á vinnu hagræðingarefndarinnar, um hvar eigi að spara í ríkisrekstrinum. Þá kemur í ljós hvort ríkisstjórnin er með haldbæra áætlun sem hvorttveggja gerir ráð fyrir skynsamlegum niðurskurði og framtíðarsýn fyrir þann rekstur sem heldur áfram.

Ef ríkisstjórnin klúðrar fyrstu fjárlagagerðinni og nær ekki frumkvæði í pólitískri umræðu í haust bíða hennar sömu örlög og síðustu ríkisstjórnar - að vera í reynd aðeins starfsstjórn sem bregst við atburðarrásinni en hefur enga stjórn á henni.

 

 


mbl.is HÍ þolir ekki meiri niðurskurð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband