Sprengjur og pólitík

Ef Bandaríkjamenn varpa sprengjum á Sýrland og fella stjórn Assads þá bera þeir ábyrgð því ástandi sem skapast - sennilega viðvarandi borgarastyrjöld. Ef Bandaríkjamenn sprengja og stjórn Assads heldur velli þá verða þeir fyrir álitshnekki.

Hvorug niðurstaðan er góð, hvorki fyrir Bandaríkin né Sýrlendinga.

Þá er betra að sprengja ekki.


mbl.is Segja að Obama hafi gert mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: el-Toro

bandaríkin geta ekki og munu ekki leifa sýrlandi að dafna með Assad við stjórnvöldin...

...þetta ástand í sýrlandi er því að kenna að bandaríkin vilja ná áhrifum þarna á kostnað rússana.  hvorugir eru tilbúnir að gefa tommu eftir.

stríðið í sýrlandi hefði auðveldlega getað verið stöðvað fyrir löngu síðan.  en bandaríkin eru hörð á því að styðja uppreysnamenn....þrátt fyrir að vitað sé með vissu að hinir svokallaðir al-Qaeda stríðsmenn séu innan þeirra vébanda.  og að stofna hin fáránlegu samtök vinir sýrlands er náttúrulega súríalísk tilraun til að fá okkur til að trúa því að þeir vilji frið....þegar þeir vilja bola Assad frá völdum með vopnavaldi uppreysnarmannana.

stjórnvöld vesturlanda vilja ekki og hafa engan áhuga á að stöðva stríðið meðan Assad er að vinna það.

síðustu fréttir af gas sprengingum og því öllu saman og að börn séu að deyja....eru aðeins notuð af fjölmiðlum til að fá samþykki okkar fyrir árás á sýrland....

....sem betur fer er fólk ekki eins grænt og elítan vill að við séum !!!

el-Toro, 1.9.2013 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband