Vanţekking menntamálaráđherra

Nemendur eru í augum menntamálaráđherra hagstćrđ sem hćgt er breyta međ pólitískri yfirlýsingu. Samtök atvinnulífsins vilja stytta ţann tíma sem nemendur eru í framhaldsskólum og Illugi Gunnarsson dansar međ án ţess ađ vita almennilega hvers vegna og ţađ sést á málflutningi hans.

Í vikunni sagđi ráđherra í RÚV ađ hann vissi ekki hvort ţađ ţyrfti ađ breyta lögum til ađ stytt námstíma framhaldsskólanema. Ţess ţarf ekki. Allir fjölbrautaskólar landsins bjóđa upp á ţriggja ára nám til stúdentsprófs og sumir bekkjaskólar einnig, t.d. Kvennaskólinn.

Ţorri nemenda tekur stúdentspróf á fjórum árum eđa lengri tíma og vinna međ náminu. Ţađ skýtur skökku viđ ađ Samtök atvinnulífsins telja ţađ ókost ađ framhaldsskólanemar kynnist atvinnulífinu.  Menntamálaráđherra hefur ekki útskýrt hvers vegna hann leggst gegn ţví ađ ungt fólk vinni međ skóla.

Illugi segist ćtla ađ setja saman ,,hvítbók" um ţetta áhugamál sitt. Ţađ er ţekkt ađferđ úr erlendri stjórnsýslu ţegar um flókin álitamál er ađ rćđa ađ taka saman skýrslu, svokallađa hvítbók. Fáir erlendir stjórnmálamenn, sem vilja láta taka sig alvarlega, gefa sér niđurstöđuna fyrirfram, eins og Illugi gerir.


mbl.is Stytting námstíma lögđ fyrir ríkisstjórn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband