Ráđherra, menntun og lífstíll ungs fólks

Ungt fólk getur lokiđ stúdentsprófi á ţremur árum. Allir fjölbrautaskóla bjóđa upp á ţriggja ára nám til stúdentsprófs og sumir bekkjaskólar, t.d. Kvennaskólinn. Ţrátt fyrir ađ ţessi leiđ standi opin, og hefur stađiđ um árabil, er ţađ ađeins í undantekningatilfellum sem nemendur ljúka stúdentsprófi á ţrem árum.

Ýmsar ástćđur eru fyrir ţví ađ ungt fólk tekur sér góđan tíma í ađ ljúka inngönguprófi í háskóla, en stúdentsprófiđ er einmitt slíkt inngöngupróf. Margir vinna međ náminu og fá ţannig bćđi reynslu og tekjur en námiđ dreifist ţá yfir fleiri ár. Ţá lengist sá tími sem ungt fólk býr í foreldrahúsum og temur sér fremur afslappađ viđhorf til ţess ađ ljúka framhaldsskóla.

Illugi Gunnarsson menntamálaráđherra flaggar samanburđatölum frá Samtökum atvinnulífsins um ađ íslensk ungmenn taki sér lengri tíma en jafnaldrar erlendis ađ ljúka stúdentsprófi. Ţađ er ekki skynsamleg nálgun ađ líta á íslensk ungmenni sem hagtölur. Ráđherra mun hvorki komast lönd né strönd međ hagtöluađferđinni.


mbl.is Ekkert samráđ viđ kennara
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ungt fólk á ađ sjálfsögđu ađ ráđa sjálft námshrađa sínum og meta ţađ hvort ţađ vill "grćđa" á ţví eitt tekjuár í framtíđinni ađ ljúka námi ári fyrr međ ţví ađ fara í framhaldsskóla sem býđur upp á kerfi sem gefur fćri á ţriggja ára námi.

Ég hélt ađ ráđherra úr Sjálfstćđisflokknum myndi vilja liđka fyrir ţví ađ unglingar og foreldrar hefđu um ţetta val en ekki ađ beita einhverri forrćđishyggju og ţvingun í ţessu efni.

Ómar Ragnarsson, 26.8.2013 kl. 18:04

2 Smámynd: Alfređ K

Sammála síđasta rćđumanni. Ţađ er líka einkennilegt ađ beina athygli sinni eingöngu ađ framhaldsskólunum. Ţađ vćri miklu nćr ađ byrja ađ skođa leiđir til ađ stytta grunnskólagönguna, sem er heil 10 ár, ţađ skyldi ţó ekki vera mildari ađgerđ en ađ skera burt 1 ár af einungis 4 í framhaldsskóla.

Alfređ K, 26.8.2013 kl. 18:22

3 Smámynd: Austmann,félagasamtök

Ţađ er ţrennt sem ég vil segja um ţetta.

1. Menntaskóli í Danmörku (gymnasiet) tekur ţrjú ár. En ţar hafa forstöđumenn háskólanna kvartađ undan ţví ađ nemendur međ dönsk stúdentspróf séu yfirleitt ekki tilbúin til háskólanáms, ţau kunna ekki nóg og hafa ekki lćrt öguđ vinnubrögđ. Ţess vegna er stórt stökk ađ byrja í háskólanámi eftir ţessi ţrjú ár. Hvort ţađ sé vegna of stutts nám, of slapprar kennsluáćtlunar eđa of latra nemenda er ekki gott ađ segja, sennilega blöndu af öllu ţrennu. Hins vegar eru ađrar leiđir sem hćgt er ađ taka sem miđast viđ aukna ţekkingu á raungreinum, sem er mikilvćgustu frćđin.

Hér á íslandi er eflaust hćgt ađ undirbúa sig undir háskólanám á ţremur árum, ef einhver ónauđsynleg kjaftafög eru skorin burt í mennta- og fjölbrautarskólum, og ţetta ćtti a.m.k. ađ standa duglegum nemendum til bođa.

2. Menntaskólanám tekur ţrjú ár í Ameríku, ţ.m.t. Bandaríkjunum (high school), México (gimnasio) og Canada. Hins vegar, skv. upplýsingum frá HÍ, gefur ţannig próf ekki ađgang ađ háskólanámi hérlendis, ţví ađ ţessi ţrjú ár ţar eru eins og ţrjú fyrstu árin í menntaskóla hérlendis. Til ađ byrja háskólanám hér ţurfa ţess vegna bandarískir, kanadískir og mexíkanskir nemendur ađ taka fyrsta áriđ í háskóla í heimalöndum sínum.

3. Ég held ađ Kennarasambandiđ ţurfi ekki ađ örvćnta, ríkisstjórnin gćti ekki međ góđu móti breytt 4 ára námi í 3ja án ţess ađ gera ţađ í samvinnu viđ stjórnendur og kennara menntaskólanna. 

Austmann,félagasamtök, 26.8.2013 kl. 18:43

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband