Mánudagur, 26. ágúst 2013
Tilraunir í heimshagkerfinu og Ísland
Eftir alþjóðakreppuna 2008 gerðu Bandaríkin, Bretland og Japan tilraunir til að knýja fram hagvöxt með því að seðlabankar þessara ríkja buðu ótakmarkað lánsfé á litlum sem engum vöxtum. Seðlabankinn í Evrópu stöðvaði áhlaup á fjármálakerfi Suður-Evrópu með loforði um ótakmörkuð kaup á skuldabréfum þessara ríkja.
Bandaríski seðlabankinn ætlar að draga úr framboð á ódýru lánsfé næstu misserin. Órói í nýmarkaðslöndum í síðustu viku og gjaldmiðlaflökt er rekið til ákvörðunar bandaríska seðlabankans.
Evrópa er sjálfstæð uppspretta óstöðugleika í heimshagkerfinu. Viðurkennt er að Grikkir þurfi nýjan björgunarpakka. Portúgal gæti komið þar á eftir bæði Spánn og Ítalía eru í vanda.
Hagvöxtur er hægur hjá flestum Vesturlöndum, nema þeim fátækustu t.d.Eystrasaltsríkjunum. Stefán Ólafsson birtir samantekt á hagvexti síðustu þriggja ára og horfunum fyrir næsta ár. Ísland kemur prýðilega út úr þeim samanburði.
Frekari afskriftir gætu breitt út óvissu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.