Björn Valur, sakleysið og Seðlabankinn

Björn Valur Gíslason varaformaður VG er í ritdeilum vegna stöðu sinnar sem launþegi hjá Síldarvinnslu Samherja, fyrrum þingmanns og setu í bankaráði Seðlabankans.

Björn Valur er sakaður um ótilhlýðilega afskiptasemi af rannsókn Seðlabankans á viðskiptum Samherja. Vörn Björns Vals er m.a. sú að hann sitji ekki í stjórn Seðlabankans. Björn Valur skrifar

Samt heldur Guðmundur Hörður áfram og heldur því nú fram að ég hafi verið skipaður í stjórn Selabankans. Sem er alrangt.

Það er ekki meira ,,alrangt" en svo að Björn Valur er í bankaráði Seðlabankans. Þessi vörn Björns Vals heitir útúrsnúningur sem maður með hreinan skjöld myndi ekki beita. 

Björn Valur er varaformaður VG. Einu sinnu þótti sá flokkur hafinn yfir spillingu. Ekki lengur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það er náttúrulega, altso, frekar áberandi að nefndur varaþingmaður hefur aldrei nokkurntíman verið á launaskrá hjá Samherja.

Hann fór einn túr í sumar á Birtingi, 40 ára gömlu skipi Síldarvinnslunnar sem er í 45% eigu Samherja, á makríl á Grænland, minnir mig.

Og hafa þeir Birtingsmenn án ef leitað til Björns til Grænlandsfarar vegna mikillar reynslu, þekkingar og yfirvegunnar umrædds manns viðvíkjandi stjórnun á þeirri för allri.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.8.2013 kl. 00:19

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Bankaráð Seðlabankans hefur um langt árabil verið afréttarland Vinstri Grænna þingmanna sem flokkurinn þarf að hafa í beitarhólfi.  Á undan Birni var Ragnar Arnalds fulltrúi VG samfleitt í 2 kjörtímabil. Honum þótti semsagt ekki ástæða til að víkja eftir hrun og flokknum fannst hann ekki bera neina ábyrgð!!!  Þar af leiðir, pólitískt bankaráð ber enga faglega ábyrgð og því komast menn upp með að skipa það mönnum sem aðeins þiggja launin en skipta sér að öðru leyti ekki af starfsemi bankans.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 21.8.2013 kl. 04:58

3 Smámynd: Steinarr Kr.

Ómar er Björn Valur ekki fv. skipstjóri sem fór með útgerð á hausinn? Er það reynslan og þekkingin sem verið var að sækjast eftir?

Steinarr Kr. , 21.8.2013 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband