Björn Valur leggur Vigdísi orð í munn

Varaformaður VG leggur Vigdísi Hauksdóttur orð í munn og rífst svo við hana vegna orða sem hún aldrei sagði.

Vigdís notaði ekki orðið landráð í frétt RÚV heldur sagði hún þetta:

Þetta er ákveðin hertækni hjá Evrópusambandinu að lofa fé og æsa upp forstöðumenn ríkisstofnanna og starfsmenn þeirra við það að fá fjármagn til þess að fara í einhver verkefni. En ég minni á að verkefnin eru nánast undantekningarlaust fyrir utan örfá tengd því að aðlaga regluverk Íslands að Evrópusambandinu. Þannig að alveg frá upphafi var verið að taka við þessu fé á röngum forsendum.

Björn Valur ætti að biðja Vigdísi Hauksdóttur afsökunar.


mbl.is Segir Vigdísi saka forstöðumenn um landráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Hlustar einhver á bullið sem vellur útúr Birni Val ?

Þessi versti þingmaður sögunar á bara að sjá sóma sinn í að þegja.

Þá er hægt að þola hann.

Birgir Örn Guðjónsson, 12.8.2013 kl. 23:35

2 Smámynd: Hrafn Arnarson

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður framsóknarflokksins, vill meina að ríki Evrópu séu vísvitandi að æsa forstöðumenn opinbera stofnanna á Íslandi til fylgis við ESB með IPA styrkjum. Hún vill því meina að forstöðumenn opinbera stofnanna gangi erinda erlendra þjóða gegn greiðslu.

Í raun er hún að saka allt þetta fólk um landráð.

Það er ekki lengur hægt fyrir stjórnarliða að láta sem ekkert sé þegar Vigdís Hauksdóttir á í hlut. Stjórnarflokkarnir fólu Vigdísi Hauksdóttir eitt mikilvægasta og áhrifamesta embætti Alþingis, formanns fjárlaganefndar. Stjórnarliðar úr báðum flokkum ákváðu að gera hana að talsmanni stjórnarliða í fjármálum ríkisins og þar með áhrifamesta þingmann beggja flokkanna á Alþingi.

Formenn stjórnarflokkanna verða nú annað tveggja að taka undir álit formanns fjárlaganefndar á forstöðumönnum opinberra stofnanna eða gera það að engu með afdráttarlausri yfirlýsingu.

Vigdís Hauksdóttir er ekki lengur afsökun fyrir hálfvitaskap af þessu tagi.

Hrafn Arnarson, 12.8.2013 kl. 23:38

3 Smámynd: Hrafn Arnarson

http://bvg.is/blogg/2013/08/12/vigdis-hauksdottir-er-ekki-lengur-afsokun

Hrafn Arnarson, 12.8.2013 kl. 23:39

4 Smámynd: Hrafn Arnarson

Niðurstaða : ónefndur blaðamaður mbl kann ekki að lesa og Páll ekki heldur;)

Hrafn Arnarson, 12.8.2013 kl. 23:41

5 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Það skemmtilega við Vigdísi er að hún er ein af örfáum þingmönnum sem þorir að segja sannleikann.

Hreinn Sigurðsson, 13.8.2013 kl. 01:09

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hvers vegna varð bankakreppan stærri og alvarlegri á Íslandi en örðum ríkjum?

Var það ekki vegna þess að tilvonandi einræðis-stórveldi hagar sínu reglugerðar-klúðri þannig, að gallar og lekar í því kerfi leyfir "brot á reglum"? Svo er komið eftirá með kröfur, vegna brota á óskiljanlegu ringulreiðar-regluverki einræðis-ríkisins tilvonandi?

Er þetta ekki nýtísku aðferð við að hertaka ríki og almenning í gegnum reglugerðar-kerfi, sem er verra en ekkert þegar upp er staðið?

Hvers vegna slapp allt þetta nauta/hrossakjöts-svindl í gegnum nálarauga "örugga" reglugerðar-kerfisins?

Eða brjóstapúðamálið?

Eða það nýjasta, sem er skikkun sumra aðildar-ríkja til endurgreiðslu landbúnaðar-styrkja ESB?

Innilegar stuðnings og samstöðukveðjur til Póllands og annarra ESB-svikinna ríkja frá mér, meðal annars vegna þess síðastnefnda.

Það er regluleg óregla í EES/ESB-óreiðu-sambandinu.

EES/ESB ætti að reka ríki úr sambandinu strax, ef þau virða ekki reglurnar ó-reglulegu, í staðinn fyrir að horfa fram hjá brotum og koma svo seinna með ásakanir um brotin. Og þá, (með skipulögðum slóðahætti einveldis-ráðsins EES/ESB), of seint til að stoppa og koma í veg fyrir mistök/feila/misskilning aðildarríkja.

Hverjir eru látnir borga fyrir þessi "mistök"?

Svona klækjabrögð EES/ESB eru til þess fallin að grafa undan trúverðugleika og vel auglýstum "gæðum" þessa sambands.

Auðvitað þolir pólitíska fjölmiðla-einræðið á Íslandi ekki raddir eins og Vigdísar Hauksdóttur. Það liggur í augum uppi, hvers vegna.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.8.2013 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband