Sigurður Ingi tekur af skarið

Heimild til Grænlendinga að skip þaðan landi makríl á Íslandi er stuðningur við nágrannaþjóð okkar sem líkt og við á í deilum við Evrópusambandið um makrílveiðar. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra sýnir lofsvert frumkvæði með því að veita löndunarheimildina.

Yfirgangur Evrópusambandsins á Norður-Atlantshafi gagnvart smáþjóðum er dæmigerður stórveldahroki. Þótt Rússar veiði úr stofnum sem ekki hefur verið samið um þorir Evrópusambandið ekki að grípa til aðgerða.

Samstaða Grænlendinga, Íslendinga og Færeyinga er rétta svarið við ásælni ESB. Sigurður Ingi eykur samstöðuna með því að heimila grænlenskum skipum löndun á Íslandi.

 


mbl.is Heimilar löndun makríls sem veiðist við Grænland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Gott! Sá er nú ekkert skar.

Helga Kristjánsdóttir, 8.8.2013 kl. 08:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband