Frosti með rétta línu í deilunni við ESB

Frosti Sigurjónsson leggur rétt mat á stöðuna í deilunni við Evrópusambandið sem vill stjórna landhelgi Íslands með yfirgangi og hótunum. Það eru bæði pólitísk og líffræðileg rök fyrir því að stórauka makrílkvóta Íslendinga.

Þá ættum við að auk samstarfið við Færeyinga og gera það sem við getum til að aðstoða þá í síldardeilunni við ESB.

Evrópusambandið skilur ekkert nema hráa hörku.


mbl.is Vill svara ESB með meiri veiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Tek heilshugar undir með þér Páll........ Menn hafa fabúlerað um mannlífið á Íslandi frá landnámi í bloggheimum undanfarið og margir sagt Íslendinga hafi flúið eitthverja ímyndaða yfirstétt,sem er rangt þeir yfirgáfu með trega landið vegna harðbýlis. Afkomendur flestra sem fóru til vesturheims eru einmitt núna að fagna forsætisráðherra Íslands í Kanada. Vonandi hittir hann ráðamenn og leitar eftir gagnkvæmum viðskiptum. Við erum komin með heilmikla reynslu af að reka sjálfstætt ríki og vitum hvaða alþjóðareglur gilda,en veit ESB. eitthvað um þær,? Við höfum nú séð þá klikka á eigin reglugerðum og ætlum ekki að gefa eftir okkar rétt. Ég árétta,stöndum með Færeyingum látum ekki undan hótunum og yfirgangi.

Helga Kristjánsdóttir, 3.8.2013 kl. 22:57

2 Smámynd: Sandy

Hjartanlega sammála þér Helga,og reynum að sína Grænlendingum meiri stuðning og virðingu en við höfum gert til þessa, þetta eru þær þjóðir sem standa okkur næst.

Sandy, 4.8.2013 kl. 06:11

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Í allmörg ár hefur Jón Kristjánsson fiskifræðingur bent á að þorskstofninn við Ísland hefur verið vanveiddur svo heiftarlega að það hefur stórskaðað þjóðina. Undir þetta höfum við Kristinn Pétursson á Bakkafirði, Ólafur Jónsson skipstjóri og margir fleiri tekið og hamrað á endalaust á bloggsíðum.

 "Haltu kjafti"-klíka LÍÚ og Hafró hefur staðið dyggan vörð um þöggun og engin umræða náðst um þetta mikilvægasta hagsmunamál þjóðarinnar.

Nú er ríkisstjórn hægri manna komin í þá aðstöðu að gera makrílinn að pólitísku deilumáli við ESB.´

Þá bregður svo við að jafnvel Páll Vilhjálmsson blaðamaður er farinn að hafa skoðun á vanveiddum fiskistofnum við Ísland.

Halló! 

Kannski makríllinn og ESB leysi úr læðingi pólitískan skilning á því að fiskur er auðlind þjóðar en ekki veðsetningarandlag sægreifa.

Árni Gunnarsson, 4.8.2013 kl. 15:07

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Takk Sandy,mættum alveg fara að snúa okkur að nágrönnunum í vestri,oft hafa flokkar verið stofnaðir um minna.

Helga Kristjánsdóttir, 4.8.2013 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband