Björgólfur og gjaldkeri Samfylkingar fengu gefins peninga

Auðmaðurinn Björgólfur Björgólfsson og viðskiptafélagi hans og gjaldkeri Samfylkingar, Vilhjálmur Þorsteinsson, fengu gefins peninga úr ríkissjóði í tíð ríkisstjórnar Samfylkingar og VG.

Efta-dómstóllinn úrskurðar að félagarnir í Verne Holdings hefi fengið ólögmætan ríkisstyrk þegar þeir keyptu eignir af ríkinu á Miðnesheiði.

Björgólfur og Vilhjálmur hljóta að skila tilbaka þessum peningum. En það heitir kannski ,,röng meðferð fjármuna" að láta af hendi illa fengið fé?


mbl.is Salan fól í sér ríkisstyrk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þar sem þetta eru fyrrum eigandi Landsbankans og gjaldkeri Samfylkingarinnar sem eiga í hlut þá hljóta þeir að reyna að finna leið til að láta almenning borga þetta, sjálfsagt með þeim rökum að það sé þó skárra heldur en að Ísland verði brotlegt við EES og útilokað frá "erlendum mörkuðum" og verði að Kúbu norðursins.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.7.2013 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband