Hér er skýrslan, Sigmundur Davíð

Evrópusambandið er í kreppu frá 2008 þegar fall Lehmans-banka afhjúpaði veikleika evrunnar. Kreppa Evrópusambandsins er bæði pólitísk og efnahagleg.

Pólitíska kreppan lýtur þeirri staðreynd að af 28 ríkjum ESB eru aðeins 17 með evruna sem lögeyri annars vegar og hins vegar að evru-ríkin 17 eru innbyrðis ósammála um hvernig unnið skuli bug á kreppunni.

Efnahagsleg kreppa Evrópusambandsins lýsir sér í því að jaðarríki evru-samstarfsins eru gjaldþrota og verða það nema annað tveggja komi til stórfelldir fjármagnsflutningar frá ríku Norður-Evrópuríkjunum eða gengisfall evrunnar upp á 30-40 prósent með tilheyrandi verðbólgu.

Evrópusambandið mun ekki í fyrirsjáanlegri framtíð greiða úr sínum vandamálum. Af því leiðir að umsókn Samfylkingar frá 16. júlí 2009 um aðild Íslands að Evrópusambandinu á að afturkalla.


mbl.is Skýrsla um ESB kynnt í haust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband