Vald, réttlæti og evra

Þjóðverjar standa undir evrunni og björgunarpökkum handa gjaldþrota Suður-Evrópuríkjum. Til að bjarga evru-samstarfinu, og þar með Evrópusambandinu, þarf að taka til í ríkisfjármálum jaðarríkjanna í suðri. En það einfaldlega gerist ekki.

Valdið sem Þjóðverjar fara með má sín lítils innanlands í gjaldþrota Suður-Evrópu. Þar mæta Þjóðverjum gagnkröfur um stríðsskaðabætur vegna seinni heimsstyrjaldar. Dæmi: Schäuble fjármálaráðherra Þýskalands ætlar í heimsókn til Grikklands í næstu viku. Samkvæmt Die Welt munu Grikkir ítreka kröfur um stríðsskaðabætur og almennt gefa Schäuble til kynna að hann sé óvelkominn til Grikklands í ljósi harðræðis sem Grikkir telja sig beitta með skilyrðum fyrir björgunarpeningum sem halda landinu frá gjaldþroti.

Grikkir geta eflaust talið réttlætismál að Þjóðverjar bæti þeim skaða í seinni heimsstyrjöld, sem metinn er á bilinu 54 til 162 milljarðar evra án vaxta. Ítalir gætu gert sambærilega kröfu enda framlengdu Þjóðverjar stríðið á Ítalíuskaga með því að verjast innrás Bandamanna.

Þjóðverjar munu ekki undir nokkrum kringumstæðum fallast á kröfu Grikkja. Það eitt að setja fram kröfuna þykir Þjóðverjum móðgun enda hafa þýskir mokað milljörðum þangað suður í áratugi.

Evran sættir ekki þjóðir heldur eykur og dýpkar togstreitu. Peningavald Þjóðverja má sín lítils gagnvart þjóðum sem telja Þjóðverja skulda sér milljarða. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Svona hugleiðing; hvernig telja Burókratar að mögulegt sé að sameina margra þjóða eldgamla álfu og gera hana að einu ríki,? Til þess þurfa menn að gleyma fyrri væringjum,en það er ekki vinnandi vegur. Þótt maður sleppi nú fyrri styrjöldum,þá er trúarbrögð því miður uppspretta togstreitu og hætt við að veraldlega valdið þyrfti stundum að lúta fyrir Páfavaldinu í Róm,eða sætta það og aðra hópa. Ekki ferst það vel í ævaforna þjóðríkinu Egyptalandi. Það fer að verða bráðaðkallandi að slíta endanlega aðildarferli,sem aldrei hefði átt að komast á koppinn,svo margir sem voru á móti,einnig þingmenn ef rétt er haft eftir nýliðum 2009 um aðfarirnar.Eftir margra ára baráttu við þetta stjórnmálafl,sem tók ekki í mál að láta kjósa um umsóknina,er það réttlátast að draga umsóknina til baka.

Helga Kristjánsdóttir, 15.7.2013 kl. 00:37

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Sammála þér, Helga.

Páll Vilhjálmsson, 15.7.2013 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband