Magma-sukkið enn og aftur

Einkavæðing Hitaveitu Suðurnesja er hörmungarsaga frá upphafi. Helstu útrásarauðmenn Íslands komu við sögu á sínum tíma auk Íslandsbanka sem fóðraði blekkinguna.

Þegar útrásarauðmenn hrukku af skaftinu sótti Árni Magnússon deildarstjóri hjá Íslandsbanka kanadíska raðfjárfestinn Ross Beaty til að eignast HS Orku. Beaty stofnaði sænskt skúffufyrirtæki, Magma, til að komast hjá lögum um eignarhald útlendra á íslenskum auðlindum.

Með einhverjum hætti voru lífeyrissjóðirnir fengnir inn í ferlið. Þrátt fyrir allar þessar æfingar getur Magma ekki borgað af lánum sínum.

Núna stefnir í að enn einn huldufjárfestirinn komi til skjalanna því enginn veit hver eignast skuldabréfið sem Orkuveita Reykjavíkur seldur og er ígildi eignarhluta í HS Orku.


mbl.is Samþykkti að selja Magma-bréfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þetta Magma mál átti að stoppa á sínum tíma. Í raun og veru voru þetta ein alvarlegustu mistök ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Þarna náði erlendur braskari taumhaldi á náttúruaðlindum gegnum HS orku með bókhaldsblöffi. Hann hefur verið að greiða sjálfum sér himinháar arðgreiðslur og hver fjármagnar vitleysuna?

Þetta Magma mál reynist íslensku þjóðinni afdrifaríkara og dýrara en Icesave sem í raun reyndist vera hundómerkilegt deilumál dregið niður í tilfinningalega lágkúru. Á meðan gat sá kanadíski fengið nægt olnbogarými með þögn sömu aðila og æstu upp Icesave málið og mögnuðu.

Guðjón Sigþór Jensson, 11.7.2013 kl. 21:29

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mjög miklar líkur eru á að stofnun Geysir Green Energy á sínum tíma hafi verið undirbúningur að enn meiri og háskalegri fjárglæfrum. Þessi málefni þyrfti að rannsaka betur og tengsl stjórnmálamanna við braskarana.

Guðlaugur Þór var t.d. ansi lunkinn að næla sér í mjög háar fjárhæðir úr sjóðum þessara braskara.

Guðjón Sigþór Jensson, 11.7.2013 kl. 21:32

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þrátt fyrir að Magma-málið sé ein alvarlegust mistök Jóhönnustjórnar,að þínum dómi Guðjón, ertu svo firrtur að halda fram að þeir/við sem börðumst gegn þvi að íslenska þjóðin greiddi Icesave svikakröfuna,hefðum valdið aumingjaganginum í Jóhönnustjórn,; “Greyin í jóhönnustjórn voru svo upptekin af að blekkja íslenskan almenning til að greiða svívirðilega Icesave-lyga kröfu,að henni sást yfir blekkinga-ráðabrugg útrásarauðmanna Íslands með fulltingi Íslandsbanka.Hverjum stóð það næst að verja auðlindirnar,,rennandi heitt vatn,, íslenskum stjórnvöldum,? Iss,það er ekki fiskur, áhugalausir um allt nema að knésetja útgerðin.

Helga Kristjánsdóttir, 12.7.2013 kl. 01:53

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Árni Magnússon...hvar er hann í dag? Erum við kannski ekki að tala um sama árna? Svona einhversstaðar á sama kalíberi og alfreð Þorsteinsson?

Halldór Egill Guðnason, 12.7.2013 kl. 04:42

5 Smámynd: Elle_

Helga, satt hjá þér með greyin hans Guðjóns.  Skil ekki hvað hann endist við að verja þessa ICESAVE valdníðslu.

Elle_, 12.7.2013 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband