Samtök atvinnulífsins í herferð gegn framhaldsskólum

Allir fjölbrautaskólar landsins bjóða nemendum upp á þann möguleika að ljúka stúdentsprófi á þrem árum. Fjölmargir framhaldsskólar veita nemendum efstu bekkja grunnskóla möguleika á að taka einingar til stúdentsprófs samhliða grunnskólanámi.

Samtök atvinnulífsins eru í herferð gegn framhaldsskólum landsins. Í einhliða áróðri samtakanna fyrir styttingu framhaldsskólanáms er þess aldrei getið að nemendur í framhaldsskólum geta valið sinn eigin námshraða, tekið stúdentspróf á þrem til fimm árum.

Samtök atvinnulífsins hafa hvorki þekkingu né færni á sviði menntamála. Samtökin eiga á hinn bóginn ítök í Verslunarskólanum og ætla að beita skólanum í herförinni gegn framhaldsskólum landsins. 

 


mbl.is Verzló verður þriggja ára skóli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Kristján Þorvarðarson

Einkennilegir sleggjudómar. Páll segir að Samtök atvinnulífsins séu í herferð gegn framhaldsskólum landsins og að samtökin hafi hvorki þekkingu né færni á sviði menntamála!

 

Í fyrsta lagi er rétt að benda Páli á mjög nýlegar tillögur starfshóps forsætisráðuneytisins þar sem fjallað er um nauðsyn þess að menntunarþörf atvinnulífsins verði greind og að skóli og atvinnulíf hefji samstarf um nýjar áherslur í menntamálum.

 

Þessi vinna er vel á veg komin í flestum hinna Norðurlandanna og ekki verður betur séð en að þar á bæ hafi atvinnulífið æ meiri áhrif á skólastarfið enda er beinlínis ætlast til að atvinnulífið komi í auknum mæli að stefnumótun skóla.

 

Kunnátta og frumleiki eru þeir drifkraftar sem kynda undir verðmætasköpun í samfélagi nútímans og störf sem ekki krefjast einhverrar kunnáttu eru tæpast til í dag. Æ meiri áhersla er lögð á að nemendur geti nýtt sína þekkingu úti á vinnumarkaðnum og geti kúplað saman teóríu og praxís. Atvinnulífið hefur vissulega margt fram að færa í þeim efnum.

Jón Kristján Þorvarðarson, 9.7.2013 kl. 12:03

2 Smámynd: Alfreð K

Er eitthvað búið að ræða við framhaldsskólakennarana um þetta? Eða á bara að ana af stað með þessa hugmynd, hvað sem það kostar? Sammála Páli, þetta er vanhugsað og fyrir vikið munu nemendur almennt mæta bara verr undirbúnir í Háskólann.

Miklu nær væri að skoða fyrst styttingu grunnskólanáms, það eru jú heil 10 ár þar.

Alfreð K, 10.7.2013 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband