Íslendingum fjölgaði með fullveldi

Manntalið frá 1703 segir Íslendinga 50 þúsund. Það var um það bil fjöldinn sem landið bar; um 1100 er talið að Íslendingar hafi verið 50 þúsund. Landbúnaðarsamfélagið gat ekki brauðfætt fleiri. Oft fórum við undir 50 þúsundin vegna hallæra eða sjúkdóma. En þegar rofaði til hallaðist fjöldinn upp í þessa tölu.

Ekki fyrr en með breyttum atvinnuháttum á seinni hluta 19. aldar braut þjóðin af sér mannfjöldahlekki fyrri alda. Breyttir atvinnuhættir héldust í hendur við aukið fullveldi sem við sóttum frá Dönum með rökum Jóns Sigurðssonar.

Fullveldið og sjálfsbjörg eru tvær hliðar á sömu mynt.


mbl.is Manntalið frá 1703 hluti af Minni heimsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hefur auðvitað ekkert með það að gera. Þvert á móti má leiða rökum að því að þegar innlend elíta fór í þetta sjálfstæðirugl sitt, þá hafi að einmitt verið til þess að halda fyrr hlekkjum á almenningi. Halda hlekkjum vistabands og alræði elítunnar. Halda aldagömlum háttum og fyrirkomulagi sem ríkti allar götur og innlend elíta kom á og stjórnaði.

Íslendingum hefði altaf farnast miklu mun betur í áframhaldandi sambandi við Danmörk.

Framgangur íslensku elítunnar fyrr á öldum þegar hún barði almenning í gapastokk sinn - er alveg sambæri leg við framferði íslensku elítunnar og hennar vikapilta í dag þegar þeir vill berja almenning til einangrunarhlýðni.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.6.2013 kl. 11:33

2 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Páll, nýjasta sagnfræði bendir nú til mun fleiri íbúa um 1100 og 1200 en varð síðar. Auðvitað var ekkert manntal þá en út frá tölum um t.d. þingfararbændur, kúgildi osfrv. bendir ýmislegt til þess að hér gætu hafa verið 100.000 - 130.000 manns (ef ég man tölurnar rétt - ég er búinn að pakka Íslandssögubókunum í kassa). Við bætist síðan að fiskveiðar gáfu alltaf talsvert af sér. Það var víst sagt um Ísland lengst af að hér þyrfti enginn að svelta.

Í öðrum löndum var þessu öðruvísi farið. Danir voru t.d. oftast með mannfjölda í hámarki þess sem landið gat brauðfætt. Enda sultu fátæklingar þar umvörpum, sérstaklega eftir siðaskifti þegar fátækrahjálp lagðist af, og fram á 18. öld þegar ný tækni ásamt löggjöf um fátækrahjálp fór að hafa áhrif.

Frá 14. öld og fram á 18. er talið að íbúatala á Íslandi hafi sveiflast í kringum 50.000 manns. Hún datt niður tvisvar til þrisvar á hverri öld, allt niður í 30 - 40 þúsund, en rétti hratt úr kútnum og fór í 55 - 60 þúsund. Hér varð aldrei kyrrstaða í íbúafjölda. Ekkert annað land hefur verið með sambærilegar sveiflur.

Líklegasta skýringin er einangrun. Á þjóðveldisöld voru samskipti við útlönd miklu tíðari en síðar varð. Með aukinni einangrun komu færri sjúkdómar til landsins, sérstaklega hinar árvissu flensur, og allt of margir óxu úr grasi án viðnáms. Þegar svo flensur (eða aðrir flökkusjúkdómar) náðu að breiða sér leiddu þær af sér mikið mannfall.

Með stórauknum samskiptum í lok 18. aldar fór að draga verulega úr þessum sveiflum í mannfjölda. Árið 1801 voru Íslendingar 47.000 (mannfellir eftir Skaftárelda hefur eflaust dregið verulega úr mannfjölda) en fjölgaði síðan gríðarlega hratt með nýjum landbúnaðarháttum og, auðvitað, stórauknum samskiptum við útlönd.

Brynjólfur Þorvarðsson, 28.6.2013 kl. 12:33

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Brynjólfur, samkvæmt áætlun Gunnars Karlssonar (Lífsbjörg Íslendinga, bls. 90) voru Íslendingar á bilinu 30 til 60 þús. hámiðöldum. Gunnar, sem hvað ítarlegast ritar um miðaldasögu nú um stundir, hafnar tilgátum að við höfum verið 100 þús. á miðöldum.

Þannig að 50 þús. manna viðmiðið, með fækkun í hallærum og fjölgun í góðærum, stenst alla Íslandssöguna fram á 19. öld.

Páll Vilhjálmsson, 28.6.2013 kl. 14:49

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er algjörlega útilokað að mannfjöldi fyrr á tímum hafi verið 100.000. Algjörlega útilokað.

Reyndar voru kenningar um slíkt býsna vinsælar á Íslandi seint á 19.öld og í byrjun þeirrar 20.

Minnir meir að segja að ekki minni maður en Jón Sigurðsson hafi verið inná slíkum kenningum og gott ef ekki smiður slíkra kenninga.

Hugmyndafræðin að baki kenninga um mikinn mannfjölda kringum 1000 eða fram á 12.-13.öld - var reyndar að allt hefði verið svo frábærlega stórkostlegt þá svokölluðum þjóðveldistíma þegar ísland var ,,sjálfstætt" eins og þeir kölluðu það sumir.

Held að margir átti sig ekki á hve gríðarlega stórtækir menn voru í hugmyndafræði kringum 1900 í sambandi við sjálfstæði/fullveldi.

Hugmyndafræðin var að í eldgamla daga, þá hefði verið gullöld. Og gullöldin var til komin veggna sjálfstæðis/fullveldis.

Nú, hugmyndafræðin var ef ísland/íslendingar fengju sjálfstæði/fullveldi aftur - þá myndi auðvitað koma ný gullöld!

Þetta er svo gríðarlega stórtæk og þjóðernisleg hugmyndafræði. Þetta er í raun álíka og trúarlegt. Að við sjálfstæði/fullveldi - þá átti að verða einskonar umbreyting. Þetta er álíka og frelsunarguðfræði. Endurfæðingarguðfræði.

Þessvegna verður svo þetta tómarúm þegar Ísland fær formlega þessi orð skrifuð á blað, fullveldi/sjálfstæði, að það gerðist náttúrulega ekkert. Samt sem áður var áróðurinn svo mikill í gegnum skólakerfið á sínum tíma að þessi gullandarhugmyndafræði er alveg furðulega ríkjandi gegnum alla 20.öld og fram á 21.öld.

Það sést td. a Ólafur Ragnar - að hann hafði þessa gullaldartrú á útrásarvíkingatímanum. Það sést á ræðunum að hann hefur kynnt sér skrif Jóns J. Aðils og engur er líkara en Ólafur telji þegar hann var klappstýra útrásarvíkinga að Gullöld sé á næsta leiti. Að nú væri Gullöldin loks að koma.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.6.2013 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband