Stöð 2 stenst ekki samkeppnina

Hægt er að kaupa fyrir þúsund krónur á mánuði erlent áskriftarsjónvarp með bíómynda- og sjónvarpsþáttarásum eins og Netflix og Hulu og þar er hægt að horfa hvenær sem er á hvað sem er. Fyrir annan þúsundkall fær maður íþróttarásir með enska boltanum.

Stöð 2 stenst ekki samkeppnina enda býður hún aðeins upp á erlent sjónvarpsefni sem hægt er að nálgast mun ódýrara annars staðar.

Tæp tíu prósent fækkun á áskrifendum Stöðvar 2 á síðustu þrem árum staðfestir óhjákvæmilega þróun.


mbl.is „Fara fram úr sér í ályktunum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Þeir eru of gráðugir. Þeir myndu til dæmis ná mörgum kúnnum með því gefa afslátt fyrir lífeyrisþega, en það er bannorð í þeirra augum. En L.Þ. hafa lítinn afgang eða þá nokkurn, til að kaupa stöð 2 þótt þeir gjarnan vildu.

Eyjólfur G Svavarsson, 26.6.2013 kl. 11:20

2 Smámynd: Alfreð K

Það er hægt að ná innlendu BBC og ITV sjónvarpsrásunum með litlum gervihnattadiski hér á Íslandi (bara 60-80 cm í þvermáli, gervihnattamerkið á ekki að nást utan Bretlandseyja en gerir það nú samt), þessar rásir eru sendar út óruglaðar og hafa verið það í 8-10 ár, aðeins er því um stofnkostnað að ræða (diskur, móttakari og uppsetning), á þessum rásum er fótbolti stundum sýndur og þá alltaf í beinni (ásamt fjölmörgu öðru fræðsluefni, t.d. Newsnight á BBC Two).

Alfreð K, 27.6.2013 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband