Galið ástand, valdatóm og samfélagsvaldið

Galið ástand, segir Egill Helgason um tilraunir fráfarandi ríkisstjórnarflokka að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu frá forseta í máli er lýtur að skattlagningu og er hæpið að setja í þjóðaratkvæðagreiðslu, segir samfylkingarmaðurinn Karl Th. Birgisson.

Galna ástandið sýnir valdatómið í samfélaginu. Ríkisstjórn og alþingi fara með formleg opinber völd og forsetinn sömuleiðis. Þessi formlegu völd eru veik eftir hrunið enda stjórnmál og stjórnmálamenn í skammarkrók almennings.

Samfélagsvaldið, þetta óopinbera vald sem liggur í ,,umræðunni" hverju sinni og er hér og þar og allsstaðar, er til muna sterkara en formleg völd ríkisvaldsins. Samfélagsvaldið felldi ríkisstjórn Geirs H. Haarde 2009 og gerði ríkisstjórn Jóhönnu Sig. óstarfhæfa í kringum Icesave-málið.

Baráttan þessi misserin snýst um að ná tökum á samfélagsvaldinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Barátta hverra snýst um það að ná tökum á samfélagsvaldinu, eða ''umræðunni'' með öðrum orðum? Hverjir eru  að reyna að ná tökum á henni?

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.6.2013 kl. 16:14

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Það eru margir um hituna, Sigurður Þór. Stjórnmálaflokkar, hagsmunaaðilar, aðgerðasinnar, svo einhverjir séu nefndir.

Páll Vilhjálmsson, 22.6.2013 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband