ESB-vald er ekki í viðtengingarhætti

ESB-sinnar reyna einatt að gera valdheimildir Evrópusambandsins losaralegri en þær í raun eru. Í umræðu um fiskveiðistefnu sambandsins er látið að því liggja að þótt valdheimildir séu hjá ESB þá láti sambandið aðlldarríki um útfærslu og framkvæmd og komi þannig séð ekki nálægt málinu meira en brýna nauðsyn beri til.

Staðreyndin er sú að ESB er með fullar og ótakmarkaðar valdheimildir á sviði sjávarútvegsmála samkvæmt Lissabon-sáttmálanum. Á þeim tíma sem ESB hefur rekið sjávarútvegsstefnu, frá 1970, hefur sambandið jafnt og þétt aukið stýringu sína á fiskveiðimálum aðildarríkja sinna. Og það þrátt fyrir að fiskveiðistjórnunarkerfi sambandsins skilji eftir sig dauða sjó ofveiði.

Evrópusambandið lætur ekki af hendi valdheimildir sem sambandið hefur þegar náð undir sig. Þannig vinna stórveldi einfaldlega ekki. 


mbl.is Valdið hjá Evrópusambandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Þetta snýst svo mikið um sýndarlýðræði hjá ESB. Alla framkvæmd fiskveiðistefnunnar á að vera í höndum hvers ríkis fyrir sig (lesist kostnaður) en ákvarðanir sem skipta máli eru teknar í Brussel.

Meðan stuðst er við Common Fisheries Policy þá er líklegast að fiskveiðistefna ESB verði áfram í tómu rugli. Staðbundin nálgun á mun betur við en því er auðvitað ekki að dreifa undir ESB.

Rúnar Már Bragason, 17.6.2013 kl. 12:15

2 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

ESB og "sniðugu" reglurnar sem hverfa eftir behag.

Því er nú þannig háttað hjá Evrópusambandinu að "sniðugar" reglur, sem engar líkur eru á að verði breytt, enda fyrir utan stjórnarskrá sambandsins. Hin fræga stöðugleikaregla er ein af þeim en hún hefur verið eitt helsta haldreipi sambandsinna síðan elstu menn muna. Ástæðan fyrir því að þessar "sniðugu" reglur enda ekki sáttmála sambandsins er að þær eru tímabundnar og á að vera hægt að breyta þeim þegar þurfa þykir.

Evrópusambandið er nú þegar búið að tilkynna þjóðum sambandsins um að óbreytanlega reglan um stöðugleika standist ekki raunveruleikan og verði breytt, þjóðirnar eru varaðar við því að ganga að veiðiheimildum sínum sem vísum sem eiga rætur að rekja í þessa reglu (Grænbók 2009). Rök sambandsins fyrir að reglunni verði breytt eru góð enda neitar stöðugleikareglan að taka tillit til líffræðilegra breytinga í hafinu og því eru kvótaúthlutanir á grundvelli hennar meira í ætt við skrípó en raunveruleika.

Íslendingar ættu að minnast svipaðra reglna sem hverfa bara einn daginn af því að það hentar sambandinu. Þetta á við t.d. um tollfrelsi sem sambandi veitti 1971 þegar það ákvað að veit full tollfrelsi á innflutningi á saltfiski, skreið og nýja og ísaða síld (um 20% af útflutningi Íslands árið 1971). Samningamenn Íslands um Fríverslunarsamning Íslands og EB 1971 vildu fá þetta inn í þann samning en fulltrúar sambandsins töldu enga þörf á því þar sem engar líkur væru á að tollar yrðu lagðir á þessar vörur aftur. Í stækkunarferli sambandsins 1986 hvarf þessi tollfrjálsi innflutningur á einni nóttu með einhliða ákvörðun sambandsins.

Eins og sagt er, það er ekki á vísan að róa þegar kemur að reglum sambandsins, sérstaklega þeim óbreytanlegu.

Eggert Sigurbergsson, 17.6.2013 kl. 12:58

3 Smámynd: Kristinn Pétursson

Það er ekki ofveiði - þegar vaxtarhraði fellur í fiskistofni vegna ofbeitar. Þá hækka náttúruleg afföll einnig við fæðuskort og allt er þetta reiknað sem "ofveiði".

Ofstjórnartilburðir ESB um áætlanabúskap neðansjávar eru sýnu vitlausari en áætlanabúsapur Stalíns á þurru landi.

Það verður að gera þá kröfu - að þegar fjallað er um "ofveiði" að það sé stutt líffræðilegum röskemdum sem standast

Kristinn Pétursson, 17.6.2013 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband