Rúm 9% heimila í vanskilum, 91% í skilum

Alltof mikið er gert úr vanskilum heimilanna og meintri hörmungarstöðu efnahags íslenskra fjölskyldna. Staðreyndin er sú að fjöldamargir eyddu um efni fram á útrásarárunum. Við hrunið var gengi krónunnar leiðrétt og það kom verðbólguskot sem hækkaði lán.

Margir þurftu að stokka upp sín fjármál eftir eyðsluna á góðæristíma. En þegar allir geta fengið vinnu sem vilja er ekki ástæða til að gera úlfalda úr mýflugu.

Konráð Guðjónsson skrifar prýðilega samantekt um verðbólguna í umræðunni um stöðu heimilanna. Við eigum að taka því rólega hvetja fólk til að taka á sínum málum en bíða ekki eftir peningabúntum frá ríkissjóði okkar allra.

Þegar meira en níu af hverjum tíu heimilum er í skilum er bara allt í sóma á þessum vígstöðvum.


mbl.is 4.519 heimili í vanskilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ofan á þetta bætist, að stór hluti þessara heimila voru þegar í vanskilum fyrir hrun. Hvað um þá sem lentu í vanskilum með húsaleiguna vegna "forsendubrests"? 

Ómar Ragnarsson, 13.6.2013 kl. 14:11

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Málefni leigjenda eru á könnu Neytendasamtakanna samkvæmt þjónustusamningi við ríkið upp á fleiri milljónir á ári.

Ég hvet þig til að krefja þau skýringa á þessu Ómar.

Og jafnframt hvers vegna þau samtök sem beita sér fyrir málefnum hinna 75% heimilanna á markaðnum, fái ekki samskonar styrk í samræmi við það.

Það eru spurningar sem væri vert að spyrja.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.6.2013 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband