Hægfara upplausn Evrópusambandsins

Evrópusambandið hefur lifað sína velmektardaga og horfir nú fram á hægfara gliðnun. Af 27 ríkjum sambandsins mynda 17 evru-svæðið sem sér fram á efnahagslega og pólitíska kreppu næstu fimm til tíu ár. Til að bjarga evru-samstarfinu vilja yfirvöld í Brussel auknar heimildir til að stýra fjárlögum aðildarríkja sambandsins. 

Bretland er stærst og áhrifamest þeirra tíu landa ESB sem standa utan gjaldmiðlasamstarfsins. Bresk stjórnvöld reyna að sigla milli skers og báru: ekki hætta í ESB en heldur ekki taka þátt í samrunaþróuninni.

Almenningur í Bretlandi er andsnúinn aðildinni að ESB og það sést á viðhorfum breskra þingmanna. Á næstu þrem til fimm árum mun annað tveggja gerast að Bretland hættir í Evrópusambandinu eða fái einhvers konar aukaaðild sem í reynd feli í sér klofning sambandsins þótt það muni auðvitað fá virðulegra heiti. 


mbl.is Þjóðir ESB fái „rauða spjaldið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband