ESB-sinnar leggjast í afneitun

Eini stjórnmálaflokkur landsins sem vill Ísland í Evrópusambandið fékk 12,9 prósent atkvæðanna í nýafstöðnum kosningum. ESB-sinnar eiga erfitt með að horfast í augu við rökrétta niðurstöðu kosninganna: ESB-umsóknarferlinu er lokið um fyrirsjáanlega framtíð.

Hallur Magnússon hrökklaðist í Framsóknarflokknum á síðasta kjörtímabili skrifar afneitunartexta á Eyjuna og telur að ESB-ferlið verði ræst á nýjan leik á yfirstandandi kjörtímabili.

Egill Helgason er ekki svo glær að halda að líf sé í ESB-umsókninni. Afneitun Egils beinist að ferlinu sjálfu, hann neitar því að leiðin inn í Evrópusambandið er leið aðlögunar.

Hvað segir Evrópusambandið sjálft um ferlið? Olli Rehn þáverandi stækkunarstjóri gaf út árið 2007 samantekt á skilyrðum sem umsóknarríki þurfa að sæta við inngöngu. Þar segir á bls. 6

First, it is important to underline that the term "negotiation" can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate's adoption, implementation and application of EU rules - some 90,000 pages of them. And these rules (also known as "acquis", French for "that which has been agreed") are not negotiable.

Hér segir sem sagt að umsóknarríki eru ekki í samningaviðræðum við ESB í neinum venjulegum skilningi þess orðs. Umsóknarríkin eru í aðlögunarferli þar sem þau taka jafnt og þétt upp reglubákn sambandsins. Tveim árum síðar er Stefan Füle orðinn stækkunarstjóri. Hann gefur út sömu útgáfu uppfærða sumarið 2011. Hér er sagt á bls. 9

The term "negotiation" can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate's adoption, implementation and application of EU rules - some 100,000 pages of them. And these rules (also known as the acquis, French for "that which has been agreed") are not negotiable.

Hér er sama orðalagið nema að reglubákn ESB hefur stækkað úr 90 þúsund blaðsíðum í 100 þúsund. Framleiðsla á reglum er jú sérsvið ESB.

Þegar Evrópusambandið segir ítrekað að eina leiðin inn í sambandið sé leið aðlögunar þá er það full bratt af mönnum sem vilja láta taka mark á sér að segja upphátt að aðlögunarferlið sé tilbúningur andstæðinga aðildar Íslands að Evrópusambandinu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég verð alltaf jafn hissa þegar ég sé hver veruleikafirrt fólk getur verið með þetta ESB mál.  Það einhvernveginn lokast bæði eyru og augu þegar ESB ber á góma.  Stórfurðulegt  að mínu mati.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.5.2013 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband