Fyrirtækjasvið Kennarasambandsins

Tímabært er að stofna fyrirtækjasvið Kennarasambands Íslands til að álykta og setja saman skýrslur um fyrirtækin í landinu, einkum þau sem heyra til Samtaka atvinnurekenda.

Augljóst er að Samtök atvinnurekenda, SA, kunna ekki og geta ekki rekið heilbrigt atvinnulíf. Um það eru útrás og hrun skýrasta dæmið.

Þótt Samtök atvinnulífsins hafi orðið ber að því að kunna ekkert og geta ekkert í kjarnastarfsemi sinni, þ.e. fyrirtækjarekstri, kemur það ekki í veg fyrir að samtökin ætla sér hlut á alls óskyldum vettvangi, þ.e. menntamálum

Vitanlega á Kennarasambandið ekki að standa hlédrægt álengdar og bíða eftir tilsögn frá Samtökum atvinnulífsins um kennslu og skólamál. Forsendur samtaka kennara til að vanda um fyrir fyrirtækjafólki landsins eru margfalt betri en geta og hæfileikar SA að móta stefnu í skólamálum.

Fyrirtækjasvið Kennarasambandsins gæti byrjað á því að setja saman skýrslu um réttmætt framlag fyrirtækja til samneyslunnar. Næsta skýrsla gæti verið um nauðsyn endurmenntunar hjá forsvarsmönnum fyrirtækja landsins, þar sem siðfræði og fjármálasaga væru veigamikill þáttur. Af nógu er að taka.

Í Kennarasambandinu eru um þrjú til fjögur þúsund manns. Enginn félagsmanna er til meðferðar hjá sérstökum saksóknara, svo vitað sé. Félagar í Samtökum atvinnulífsins eru nokkur hundruð og sumir fastakúnnar hjá sérstökum saksóknara. Það liggur í augum uppi hver getur kennt hverjum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góð hugmynd, hugsa líka að frúin sem nýráðin er til menntasviðs SA komi ekki til Ísafjarðar í bráð, síðast þegar hún kom sem menntamálaráðherra, urðu skólamenn ekki varir við hana af einhverjum ástæðum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.5.2013 kl. 10:33

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Forherðing.

Ragnhildur Kolka, 25.5.2013 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband