Kastljós hlýtur að kalla á Björn Val

Kastljós í félagi við Björn Val Gíslason varaformann VG fór hamförum í garð embættisríkisendurskoðanda vegna tölvukerfis ríkisins.

Þegar fyrir liggur að umfjöllun var stormur í vatnsglasi hlýtur Kastljós að efna til umræðu um skipulagðar falsfréttir, hvernig óprúttnir stjórnmálamenn skipuleggja þær og hvers vegna fréttamiðlar láta nota sig.

Fyrsti viðmælandi hlýtur að vera Björn Valur Gíslason.


mbl.is „Orri hentar ríkinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Björn Valur og Kastljós höfðu sitthvað til síns máls. Í skýrslunni frá þessum manni kemur m.a. fram

Sænski ráðgjafinn gagnrýnir nokkuð hvernig staðið var að vali og innleiðingu kerfisins í upphafi. Lagt hafi verið af stað með háleit markmið en lítil pólitísk forysta hafi verið um sjálfa framkvæmdina. Þannig hafi Fjársýslu ríkisins að mestu verið falið að halda utan um kerfið en hún hafi ekki haft nægilega burði til þess. Því voru Landspítali og Vegagerðin fengin til að leiða hluta verksins. Sænski ráðgjafinn segir að þar sem þær stofnanir hafi þurft að greiða kostnað af því af eigin fjárveitingum hafi þær horft til eigin þarfa í áherslum sínum.

Rexed segir að kostnaður við kerfið hafi verið vanáætlaður í upphafi en virðist þrátt fyrir það ekki hafa orðið óheyrilega mikill. Kerfið hafi skilað ríkinu ávinningi. Það hafi þó verið vannýtt og gæti reynst betur. Tilkoma þess hafi fyrst og fremst nýst ríkinu og stærri stofnunum en síður minni notendum. Þá sé notendaviðmót kerfisins fornfálegt og leiðir til að bæta úr því ekki í takt við það besta sem völ sé á. Þá sé ríkið of háð Advania um rekstur þess.

Magnús Helgi Björgvinsson, 16.5.2013 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband