Steingrímur J. gengur í evrópskan barndóm

Öll stjórnmál eru staðbundin. Úrslit þingkosninganna hér á landi verða ekki skilin í samhengi við evrópsk stjórnmál, ekki norræn og ekki heldur amerísk. Tilraun Steingríms J. til að gera sig að ,,samevrópskum" syndaseli er í ætt við sjálfshólið um að til stæði að fá ráðgjöf hans til Grikklands.

Steingrímur J. var löngu búinn að tapa kosningunum 27. apríl áður en eitt einasta kosningaloforð var gefið af hálfu stjórnarandstöðunnar.

Steingrímur J. og VG hófu kjörtímabilið 2009 til 2013 á því að svíkja grundvallastefnu flokksins um að Íslandi væri betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess. Í miðkafla kjörtímabilsins klúðraði ríkisstjórn Steingríms J. og Jóhönnu Icesave-málinu. Á lokasprettinum reyndu skötuhjúin að stúta stjórnarskrá lýðveldisins.

Þjóðin var komin með ofnæmi fyrir Steingrími J., Jóhönnu og flokkum fallna stjórnmálaparsins. Hvorugt var í neinum tengslum við meginstrauma í þjóðfélaginu. Í forsetakosningunum í fyrra var prufukeyrsla á vinstriflokkunum þegar ungur og glæsilegur fulltrúi þeirra skíttapaði fyrir manni sem fyllir sjötugt í dag (til hamingju Ólafur Ragnar).

Vinstriflokkarnir töpuðu kosningunum vorið 2013 einfaldlega vegna þess að þeir voru sambandslausir við almenning. Punktur.


mbl.is Væntingar kjósenda óraunhæfar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er einhvernvegin búið að þurrka Icesave, ESB ofbeldið, AGS og vogunarsjóðadekrið af spjöldum sögunnar. Þetta er brjálæðisleg afneitun á sviksemi og klúður, heimsku og leyndarhyggju, lygar og undirferli...

Cognitive Dissonance greining Nomsky á ágætlega við hér.

Manni hryllir við að Þessi svikahrappur og tækifærissinni skuli enn setjast á þing. Það er hreint óskiljanlegt að hann var kosinn. Algerlega yfirnáttúrulegt stockholm syndrome.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.5.2013 kl. 21:47

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það sem er að ske hér er Dunning-Kruger. Og veruleikafyrring. Hvort tveggja var mjög áberandi hjá niðurrifsstjórninni.

Ásgrímur Hartmannsson, 14.5.2013 kl. 22:36

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir þetta með þér Páll algjörlega; "Steingrímur J. var löngu búinn að tapa kosningunum 27. apríl áður en eitt einasta kosningaloforð var gefið af hálfu stjórnarandstöðunnar."

Það er nú einmitt málið, við vorum farin að þrá þetta fólk í burtu fyrir löngu síðan, þess vegna var allur þessi fjöldi framboða og óskir fólks um endurnýjun.  Það er eitthvað sem ekki er hægt að komast framhjá hversu sem menn reyna að endurskrifa söguna.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.5.2013 kl. 20:43

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Og það sem verra er: Ég held að Steingrímur, og líklega Jóhanna líka, hafi ekki haft minnsta áhuga á að vera í tengslum við meginstraumana í samfélaginu. Þetta er fólk, sérstaklega Steingrímur, sem gerir bara það sem því sýnist eða dettur í hug, á þess að hafa samráð við nokkurn mann, nema þá helst mjög fámennar klíkur á bak við þau.

Að mínu mati er Steingrímur stórhættulegur stjórnmálamaður, sem telur sig hátt yfir aðra hafinn og hefur auk þess vonda nærveru, eins og það er kallað.

Jóhannes Ragnarsson, 16.5.2013 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband