Þjóðin veitti ESB-framboðinu 12,9% stuðning

Einn flokkur, Samfylking, bauð fram í nýafstöðnum þingkosningum undir þeim formerkjum að Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið og fékk 12,9% stuðning. Annað framboð, Björt framtíð vildi ljúka aðildarviðræðum og fékk 8,2% atkvæðanna. Samtals gera þetta rúm 20 prósent atkvæðanna.

Af þessu leiðir sú lýðræðislega niðurstaða að þjóðin hafnar aðild að Evrópusambandinu. ESB-umsóknin, sem var samþykkt 16. júlí 2009, fékk aldrei stuðning í lýðræðislegum kosningum hjá þjóðinni.

Ný ríkisstjórn og nýtt þing eiga skilyrðislaust að afturkalla ESB-umsóknina og hætti aðlögunarferlinu. ESB-sinnar geta vitanlega barist fyrir sínum málstað áfram en læra vonandi þá lexíu að án afgerandi meirihluta þings og þjóðar er borin von að Ísland gangi í Evrópusambandið.


mbl.is Ný ríkisstjórn ljúki ESB-viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ekki má gleyma atkvæðum sem voru veitt Bjartri Framtíð sem var eins málefna flokkur; ESB og ekkert annað, jú kanski ný Stórnarskrá.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 7.5.2013 kl. 20:42

2 Smámynd: Samstaða þjóðar

Þann 16. júlí 2009, samþykkti Alþingi ályktun um »að leggja inn umsókn um aðild Íslands að ESB«. Ályktunin hlaut samþykki Alþingis með aðeins 33 atkvæðum af 63. Tillögu, um að leita álits þjóðarinnar á þessu afdrifaríka feilspori, var hafnað með 32 atkvæðum.

Umsóknin um aðild að Evrópusambandinu var þannig alfarið á ábyrgð þess meirihluta á Alþingi sem studdi ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Umsóknin var hvorki á ábyrgð stjórnarandstöðnnar á Alþingi né þjóðarinnar.

Allt frá september 2009, hafa verið gerðar kannanir um afstöðu landsmanna til inngöngu landsins í ESB, af Capacent-Gallup. Niðurstöður þessara kannana hafa ávallt verið á einn veg, 60% - 70% þjóðarinnar hefur verið andvígt aðild.

Við blasir, að núverandi meirihluti á Alþingi mun gjalda mikið afhroð í kosningunum 27. apríl 2013. Að stórum hluta er það vegna þess að þjóðin hafnar óskum ríkisstjórnarinnar um inngöngu landsins í ESB. Þjóðin hafnar þeim ólýðræðislegu vinnubrögðum sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur viðhaft í ESB málinu.

Við undirrituð skorum á Alþingi að stöðva strax viðræður Íslands við Evrópusambandið um aðild Íslands að ESB, með formlegri ályktun. Alþingi hóf viðræður um aðild án samþykkis þjóðarinnar og Alþingi ber skylda til að ljúka þeim strax, án kostnaðarsamrar þjóðarkönnunar.

http://samstada-thjodar.blog.is/blog/samstada-thjodar/entry/1294722/

Loftur Altice Þorsteinsson.

 

Samstaða þjóðar, 7.5.2013 kl. 21:35

3 Smámynd: Rafn Guðmundsson

ekki rétt hjá þér Páll - meirihlutinn vill klára samningana en ekki bara þessi ca 20% eins og þú telur

Rafn Guðmundsson, 7.5.2013 kl. 21:56

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ekki rétt hjá þér Rafn, meirihlutinn vill ekkert með ESB gera.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 7.5.2013 kl. 23:00

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

http://vimeo.com/58820668

Verðugt myndband að skoða. Sænskur hagfræðingurmog krati og fyrrverandi europhil, skefur ekki utan af því eftir að hann gekk af trúnni.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.5.2013 kl. 00:28

6 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Allar skoðanakannanir þar sem spurt hefur verið hvort fólk vilji klára aðildarviðræðurnar og bera niðustöðu þeirra undir þjóðaratkvæðagreiðslu hafa leitt í ljós að meirihluti kjósenda vill gera það. Kjópsendur voru fæstir með ESB viðræðurnar í huga þegar þeir greiddu atkvæði í nýafstöðnum þingkosningum.

Það eru því klárlega ekki lýðræðisleg vinnubrögð að slíta aðildarviðræðunum og taka þannig af þjóðinni þann möguleika að fá að greiða atkvæði um aðildarsamning. Slík aðgerð nýtur ekki stuðnings meirihluta þjóðarinnar.

Sigurður M Grétarsson, 9.5.2013 kl. 12:51

7 Smámynd: Óskar

Ruglpistill, það var ekki kosið um ESB í þessum korningum. Það mál eins og fleiri komust ekki fyrir vegna loforðaflaums stjórnarandstöðunnar.- Þar fyrir utan vill meirihluti þjóðarinnar klára viðræðurnar, það sýna bókstaflega allar kannanir.

Óskar, 9.5.2013 kl. 12:57

8 Smámynd: Samstaða þjóðar

Sigurður, hvar fekk ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur umboð til að hefja viðræður við ESB? Öruggt er að það umboð var ekki fengið hjá þjóðinni, því að tillaga um þjóðarkönnun var felld á Alþingi með 32 atkvæðum Samfylkingar og VG.

Þegar Icesave-málið var komið í hendur fullveldishafans (þjóðarinnar) eftir fyrra þjóðaratkvæðið, þá hlaut þjóðin að eiga síðasta orðið. Á sama hátt var Brussel-förin hafin í umboði meiri hluta Alþingis og því er eðlilegt að meiri hluti Alþingis stöðvi þetta glórulausa gönuhlaup.

Loftur Altice Þorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 9.5.2013 kl. 14:04

9 Smámynd: Óskar

Loftur umboðið fékk hún að sjálfsögðu í Alþingiskosningunum 2009. Er langtímaminnið eitthvað að plaga þig ?

Óskar, 9.5.2013 kl. 14:12

10 Smámynd: Samstaða þjóðar

Óskar, ef ríkisstjórn Jóhönnu fekk umboð til að sækja um innlimun landsins í ESB 2009, þá fekk ríkisstjórn Sigmundar umboð í kosningunum 2013 til að hætta við innlimun.

Í öllu falli þá ætlum við að hætta STRAX viðræðum við ESB og kjölturakkar Evrópusambandsins munu engu fá um ráðið.

Loftur Altice Þorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 9.5.2013 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband