Diðrik djarfi nasisti? Kann nicht sein

Æskuhetjan var Derrick, Diðrik djarfi, sem Horst Tappert lék. Diðrik talaði skilmerkilega þýsku og var afalegur glæponaveiðari.

Ef rétt er, að Tappert hafi gengið til liðs við SS þegar 1943, er líklegt að hann hafi verið sannfærður nasisti. Ungir Þjóðverjar, sem ekki aðhylltust nasisma, þjónuðu föðurlandinu með hermennsku í Wehrmacht fremur en í SS-sveitum.

Ferlegt að lenda í endurskoðun á æskuhetjum.


mbl.is Derrick var SS-hermaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Páll; jafnan - sem og aðrir gestir, þínir !

Þessi tíðindi; ættu að vera íslenzku skrifræðis Nazistunum, valhoppurum EES/ESB, að ágætu skapi, skyldum við ætla.

Þjóðverjar eru; og hafa verið meiri Grútar dreggjar, í nágranna álfu okkar Evrópu - en Húnar náðu nokkurn tíma að verða, og er þá all nnokuð mikið sagt, reyndar.

Með beztu kveðjum; sem oftar, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.4.2013 kl. 13:53

2 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Sælir

Ef ég hef skilið rétt þá var það víst orðið svo að menn voru kallaðir ýmist til starfa í hernum eða SS eftir því hvar vantaði hverju sinni, þegar líða tók á stríðið.

Undir lokin á seinna stríði var SS nánast eitt um að kalla menn til starfa(þrældóms) í þágu gereiðingastefnu nasismans...

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 26.4.2013 kl. 14:57

3 Smámynd: Gunnar Sigfússon

Svo bregðast krosstré sem önnur, getur komið fyrir bestu menn

http://lemurinn.is/2012/08/04/%E2%80%9Eislendingar-heilsudu-med-nasistakvedju-og-vakti-thad-mikinn-fognud%E2%80%9C/

Gunnar Sigfússon, 26.4.2013 kl. 15:41

4 Smámynd: Steinarr Kr.

Hann starfaði í Waffen SS sem voru úrvalsherdeildir, en ekki í Algemeine SS sem voru þeir sem störfuðu í fangabúðum. Mikill munur þar á.

Steinarr Kr. , 26.4.2013 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband