Framsóknarstjórn eða verðtryggingarstjórn

Snjallasta útspilið í síðustu viku kosningabaráttunnar á Sigmundur Davíð sem stillti upp valkostunum framsóknarstjórn eða verðtryggingarstjórn.

Vinstriflokkarnir eru verðtryggingarflokkar, enda ekki afnumið verðtrygginguna á sinni vakt, og Sjálfstæðisflokkurinn vill helst ekki ræða málið nema á þeim forsendum að verðtrygging sé afleiðing en ekki orsök.

Verðtrygging átti að verja verðmæti peninga. Í raun er verðtrygging aðeins vörn fyrir suma peninga, ekki aðra. Kaupið er ekki verðtryggt, sem sést á því að nafnhækkun á kaupi upp á 80 prósent skilar aðeins 3 prósent aukningu kaupmáttar.

Framsóknarflokkurinn er skýrari og ótvíræðari í sínum málflutningi og það mun skila sér á kjördag.


mbl.is 80% launahækkun jók kaupmátt um 3%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Þetta er góð og hnitmiðuð greining hjá þér, Páll.

Kristinn Snævar Jónsson, 23.4.2013 kl. 10:25

2 Smámynd: Guðmundur Karl Snæbjörnsson

Sammála, kýrskírt. Snilldar kosningaloforð sem hefur einnig svo níðþungt tilfinningalegt vægi og alvöruþunga hjá stórum hluta þjóðarinnar. F kemur til með að uppskera ríkulega á kjördag frá kjósendum. Of seint fyrir aðra að sprikla mikið úr þessu því forskotið er einfaldlega of mikið.

F reyndar lofar engu öðru en því sem stjórnarflokkarnir lofuðu síðast með "Skjaldborg heimilanna", en sviku. Eða eins og F segja að það hafi snúist upp í andhverfu sína, eða " umsátri um heimilin". Eðlilegt að stjórnarflokkunum blæði núna undan refsivendinum, reyndar sínum eigin vendi.

Eins gott fyrir F að koma svo í gegn með sín loforð, ef þeir ætla ekki einfaldlega að enda uppi sem einnarkosningaflokkur.

Guðmundur Karl Snæbjörnsson, 23.4.2013 kl. 12:28

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er rangt að almenn verðtrygging hafi verið sett til að ,,verja peninga". Eða það út af fyrir sig er engin skýrin á efninu nema þá brotakennd skýring.

Í stóru myndinni var ástæða almennrar verðtryggingar 1979 (því verðtrygging á lánum og fjárskuldbindingum er eldri en það á Íslandi með einum eða öðrum hætti.) voru viðbrögð við efnhagslegu kaosi. Mér sínist menn hérna vera nógu gamlir til að muna eftir þessum tímum. Eg er 48 - og eg man vel eftir þessu. Og það þarf enginn núna, einhverjir Marinóar eða áróðurssmiðir flokka, að segja mér hvernig þetta var. En þa er eins og fólksem var jafnvel eldra en eg 1979 - sé búið að steingleyma öllu sem skeði þá! Mjög furðulegt.

Verðtrygging var ekki síst til að gefa fólki kost á langtímalánum á jöfnum viðráðanlegum kjörum. Forðast sveiflurnar sem fylgdu íslenska peninga- og efnahagskerfinu. Sem var ákaflega sveiflukennt sem kunnugt er og fólk ætti nú að vita núna líka.

Það er ekkert eins og það hafi aldrei verið fjallað um verðtryggingu á lánafyrirkomulag. Öllum meginskýrslum og greiningum ber saman. Verðtrygging í íslensku umhverfi hefur ákveðna kosti og þessvegna varð fyrirkomulagið svo vinsælt og nánast óumdeilt. Verðtryggð lán gagnast fyrst og fremst lægra launuðum og gefur fólki færi á að eignast húsnæði fyrr á ævinni. Þetta eru allt staðreyndir sem eru borðleggjandi og margoft búið að greina.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.4.2013 kl. 12:58

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps. ennfremur er þetta ,,skjaldborg heimilina" -tugga framsjlla - þetta er óskaplega barnalegt. ,,skjaldborg" er einfalt líkingarmál og hægt að nota í ýmsu samhengi. Það þír td. ekki að það eigi að reisa heljarmiklaskjaldborg í garðinum framan við öll heimili í landinu - enda væri það bókstaflega ekki hægt einfaldlega vegna þess að allt mundi enda í lagaþrætum um lóðaréttindi og margra ára þrætur í dómssölum.

Fyrir kosningarnar 2009 var flatri niðurfellingu húsnæðisskulda hafnað! Henni var hafnað. Loforðið var að aðstoða þá verst settu í greiðsluvandræðum eftir kostum og þá aðallega í gegnum skattakerfið með jafnræðisprinsipp að leiðarljósi. Það hefur allt gegnið 100% eftir.

Það sýnir mátt propagandans, að það er búið að snúa því þannig í áráðrinum að núv. stjórnvöld hafi lofað að afnemaallar skuldir og kasta þeim í sjó fram.

Athyglisvert hve margir íslendingar eru ófærir um að ræða málefnalega og útfrá gögnum en tala og hugsa bara útfrá propaganda sem þeir hafa lesið í Mogga eða öðrum framsjallamiðlum í 4 ár.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.4.2013 kl. 13:15

5 Smámynd: Benedikt Helgason

Ok. nú skil ég þetta Ómar.

Þú ert sem sagt að segja að loforðið um skjaldborgina hafi bara verið tóm lygi en af því að það voru vinstri menn sem lugu því þá var það í lagi.

Er þetta ekki rétt skilið hjá mér?

Benedikt Helgason, 23.4.2013 kl. 13:36

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nei. Eg er að segja að þetta var líkingarmál, lítið sem ekkert notað, og í þeim skilningi sem meint var - gengið 100% eftir! Halló.

það hvað propaganda framjslla og Mogga hefur spunnið upp seinna meir - það er irrelevant.

Haldandi það að ,,skjaldborg" meinti bókstaflega að reist væri risa skjaldborg á hverri lóð - er auðvitð hreinn barnaskapur og í raun óframkvæmanlegt eins og framar er rakið.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.4.2013 kl. 13:58

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps. prófiði bara að fara á tímarit.is og slá inn skjaldborg um heimilin.

Þetta er bara í raun seinni tíma tilbúningur framsjallaelítunnar og propagandafjölmiðla þeirra.

Núv. stjórnvöld voru m.a. kosin útá að almennri flatri niðurfærslu húsnæðisskulda sem hagnast fyrst og fremst auðugum reykvíkingum - VAR HAFNAÐ!

Núv. stjórnvöld voru kosin útá þá leið sem áður er rakin og gekk 100% eftir með jafnaðarprinsipp að leiðarljósi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.4.2013 kl. 14:07

8 Smámynd: Steinarr Kr.

Quote Ómar Bjarki: "Verðtrygging var ekki síst til að gefa fólki kost á langtímalánum á jöfnum viðráðanlegum kjörum. Forðast sveiflurnar sem fylgdu íslenska peninga- og efnahagskerfinu. Sem var ákaflega sveiflukennt sem kunnugt er og fólk ætti nú að vita núna líka."

Þessi reikniaðferð sem þú talar um kallast Annuitet lán. Þau er hægt að fá með eða án verðtryggingar og hafa því í raun ekkert með verðtryggingu að gera.

Skjaldborgarnafnið er komið frá heilagri Jóhönnu sjálfri. Hún stóð ekki við það sem hún sagði og því ekki óeðlilegt að pólitískir andstæðingar hennar noti þetta gegn henni og þessari svokölluðu velferðarstjórn.

Steinarr Kr. , 23.4.2013 kl. 17:40

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nei. Ekkert annuiet lán. það er allt annað. Verðtrygging er ekkert annað en ákveðið form þar sem vöxtum er dreift á lánstímann. Allt og sumt. Það eru ótal skýrslur og greiningar um efnið sem sanna þá einföldu staðreynd er eg nefni ofar. Verðtryggð lán hafa kosti sem þottu eftirsóknarverð í íslensku efnahagssamhengi og í heildinna koma þau betur út og þá sérlega fyrir þá verr settu í samfélaginu.

Ríkir framsóknarmenn sem aldir eru á feitu bitunum úr þjóðarkjötkatlinum eins og Sigmundur Davíð sem aldrei á æfinni hefur gert handtak, ekki einu sinni gat hann lokið prófi frá nokkrum skóla, nema sitja við þjóðarkjötketilinn og snæða úr honum feitu bitana sem framsóknarelítan hefur mokað til hans uppá disk - hann getur náttúruleg vel staðið af sér verðbólguskot.

Skajadborg er líkingarmál sem notað er við ýmis tækifæri og þetta er var ekkert sérstakt kosningaslagorð. Flatri og óréttlátri ásamt óskynsamlegri niðurfellingu höfuðstóls á lánum ríkra reykvíkinga var sérstaklega hafnað í kosningunum 2009 og núv. stjórnvöld sérstklega kosin útá það. Það voru framsóknarmenn, sennilega, sem byrjuðu á þessum skjaldborgarfrasa og síðan stökkbreyttist frasinn í meðförum ofsa og ofstækisprópagada framsjallafjölmiðla um 2010 og uppúr því.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.4.2013 kl. 18:06

10 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Ómar Bjarki;

Vextir eru settir á lán í upphafi og ákveðnir fyrirfram, verðtrygging er eitthvað sem bætist svo ofaná (hækkar lánið ef vodkaflaskan hækkar í verði í ríkinu) svo kröfuhafi "tapi" ekki fjármunum.

Er það nógu skýrt fyrir þig á MANNAMÁLI???

Ólafur Björn Ólafsson, 23.4.2013 kl. 18:55

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Að sjálfsögðu. Verðtryggingin eru einfaldlega aðverðbólguhluti vaxtanna er settur í ákveðið form sem bætist við höfuðstólinn með þeim afleiðingum að jafnar út verðbólgusveiflur. það er ekkert duló við þetta og engin sérstök illska sem var fundin upp af eðlufólki sem býr neðanjarðar. Þetta var sett á til þess að gera fólki kleyft að eignast húsnæði á hagstæðum afborunarskilmálum og fyrr heldur en áður þekktist.

Án verðtryggingar koma bara himinháir staðgreiddir vextir sem verða augljóslega flestum ofviða í verðbólguskotum nema ríkum framsóknarmönnum sem aldir hafa verið á feitu bitum þjóðarkjöketilsins eins og áður er rakið.

Þetta tal er að afnám verðtryggingar sé töfratrikk er heinn barnaskapur og/eða lýðæsinga- og lýðskrumsblaður.

Það er búið að gera ótal skýrslur og greiningar á efninu í gegnum árin. Öllum ber saman um að verðtryggð lán eru hagstæðari en óverðtryggð og sérstaklega fyrirþá verr stæðu í samfélaginu.

Svo talar fólk bara: ,,Lánin hækka" - eh já, verðtryggð lán hækka að sjálfsögðu í krónutölum á ákv. tímabili. Við erum að tala um tuga ára lán! Halló. Við erum að tala um verðgildisrýrnun krónu.

Hefur fólk tekið eftir td. að vöruverð hefur ,,hækkað" síðan 2007? Að sjálfögðu er krónutalan hærri vegna verðgildisrýrnunar krónunnar.

Verðtryggð lán eru oft sérstaklega hugsuð þannig að meiri afborganir koma síðar á lánstímanum en afborganir eru léttari fyrst. það er ákv. hugsun á bakvið það sem þarf varla að skýra út.

Hinsvegar er soldið eins og fólk hugsi um íbúðarkaup eins og eitthvað sem hægt sé að kaupa - og svo á bara alltaf að vera gróði á dæminu! það á alltaf að vera hægt að selja - með gróða! Og það miklum gróða.

Þessi hugsun er því miður áraunsæ með öllu. þetta getur aldrei verið og óframkvæmanlegt er að tryggja slíkt. Því miður er þetta þannig í flestum tilfllum, að fólk verður að hugsa kaupin til lengri tíma ef það ætlar að vera alveg öruggt. því miður. þetta tímabil húsnæðisbólu sem kom hérna í Reykjavík á ákveðnu árabili - það var í raun óeðlilegt fyrirkomulag sem hlaut að enda með að einhver lenti í veseni. Sumir græddu - en einhverjir sátu uppi með Svarta-Pétur.

Með ofansagt í huga, þá er auðvitað sjálfsagt og ber að stuðla að því eftir föngum að fólk í greiðsluvandræðum sé aðstoðað og að sérstaklega sé augum beint að ungu fólki sem sat uppi með Svarta-Pétur.

En að ríkið, almenningur, Landsbyggðin, fari að borga skuldir ríkra sjálfstæðismanna og framsóknarmanna í Reykjavík með flatri lækkun höfuðstóls húsnæðislána - það KEMUR EKKI TIL GREINA! Punktur.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.4.2013 kl. 19:22

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps. Ef fólk á erfitt með að skilja að ,,lánin hækki" í verðbólgu - að þá er gott að hafa vöruverð til hliðsjónar.

Er fólk kannski búið að gleyma hvernig vöruverð var 2007? Það hefur allt hækkað núna! það hefur ,,stökkbreyst"! Ergo: ,,Forsendubrestur"!!

Eigum við ekki bara að krefjast þess af kaupmannavaldinu að það vindi ofan af vöruverði þangað til það er komið að 2007 verðlagi? Nei nei, fólk vill náttúrulega slá skjaldborg um kaupmannavaldið héna! Alltaf sama sagan.

Það er sama hugsun á bak við að vinda ofan af vöruverði til 2007 og á bakvið þetta með lánin og verðtryggingu.

það var enginn forsendubrestur eða stökkbreyting per se. Það sem skeði var verðrýrnun kónunnar og verðbólga. Allt og sumt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.4.2013 kl. 19:31

13 Smámynd: Steinarr Kr.

Ómar, verðtrygging og vextir eru ekki það sama. Annuitet lán dreifa afborgununum og vöxtunum yfir lánstímann. Þú getur tekið lán með jöfnum afborgunum, þar sem þú þarft að greiða vextina jafnóðum. Bæði þessi lánsform er hægt að fá með og án verðtryggingar. Á meðan þú virðist ekki skilja þessa einföldu hluti, eins og muninn á verðtryggingu og vöxtum er lítið að marka það sem þú ert að segja.

Steinarr Kr. , 23.4.2013 kl. 21:01

14 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Var eg að segja að það væri það sama? Nei.

Þannig að þetta er strámaður af vestu sort.

Eg er að segja að verðtrygging er aðeins eitt form á vöxtum. Í staðinn fyrir að staðgreiða þá er þeim dreift yfir lánstímann. Allt og sumt. Ekki flóknara.

Það fyrirkomulag var hentugt og vinsælt vegna eifaldlega óstöðugs efnahagskerfis landsins og gjadlmiðils sem þarf varla að lýsa.

Vegna verðbólgusveiflna og í verðbólguuppsveiflu var staðgreisla vaxtana ofviða öllu venjulegu fólki.

Ef verðtrygging yrði ,,afnumin" - nú, þá neyddist fólk til að dreifa vöxtunum i verðbólguuppsveiflu og þar með de faktó komin verðtrygging!

Það er nú allt töfratrikkið við ,,afnám verðtryggingar"

Held að framsóknarmenn ættu að líta í eigin feita kjötabitabarm og hætta þessum kjána- og barnaskap. Komið gott af þessu rugli frá ykkur.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.4.2013 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband