Lög, réttlæti, lygi og þjófnaður

Óttar Pálsson lögfræðingur segir umboðssvik vera trúnaðarbrot og vera sem slík fremur í ætt við framhjáhald en þjófnað.

Umboðssvik eru hvorki einkamál þeirra sem þau stunda og ólíkt framhjáhaldi varða umboðssvik í fæstum tilvikum aðeins nánustu aðstandendur gerenda.

Umboðssvikin sem sérstakur saksóknari kærir fyrir eru stórfelld og varða almannahagsmuni. Handfylli auðmanna laug blákalt og beitti skipulögðum blekkingum til að sölsa undir sig fjármuni almennings, m.a. með því að fá lífeyrissjóði til að fjárfesta í svikamyllum.

Lög og réttlæti ná yfir þessa iðju auðmannanna og þeir eiga að fá refsingu í samræmi við brot sín.


mbl.is Lögin túlkuð of þröngt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Einarsson

Landsbankinn túlkaði lögin þannig að feðgar sem einnig voru viðskiptafélagar væru ekki tengdir.Mér detta í hug meðlagsgreiðendur sem hafa borgað árum saman með ótengdum börnum sínum samkvæmt laganna bókstaf.í framhaldi virtist stjörnulögmaðurinn Gestur vera á þeirri skoðun að vörnin ætti að ákveða hvað rannsakendur mættu nota gegn skjólstæðingum þeirra.Það þarf að kippa þessum mönnum niður á jörðina.

Þórður Einarsson, 9.4.2013 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband