SS-bandalaginu slátrað

Íslensk stjórnmál standa frammi fyrir flekaskilum verði niðurstaða þingkosninganna 27. apríl í taki við skoðanakannanir. Ýmsar goðsagnir verða slegnar af stalli, svo sem að Framsóknarflokkurinn nái ekki árangri á SV-horninu.

Löngu fyrir kosningarnar er öllum ljóst að bandalag svokallaðra ,,frjálslyndra afla" stærstu flokka landsins undanfarinna kjörtímabila er algerlega hafnað af kjósendum. SS-bandalag Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks er baráttumál manna eins og Þorsteins Pálssonar, Benedikts Jóhannessonar og Ólafs Stephensen í Sjálfstæðisflokknum annars vegar og hins vegar Árna Páls og hægri vængs Samfylkingarinnar.

SS-bandalagið vill Ísland inn í Evrópusambandið og er hallt undir spillingarsamkrull einkareksturs og opinbers reksturs á sömu nótum og Árni Sigfússon stendur fyrir suður með sjó og gerir Reykjanesbæ gjaldþrota.

Í skoðanakönnunum er Sjálfstæðisflokkurinn með um 20 prósent fylgi og Samfylkingin tíu prósent. Þótt þær tölur kunni að breytast eitthvað eru talsmenn SS-bandalagsins úrkulna vonar; Þorsteinn Pálsson talar um að enginn vilji kalda veruleika.

SS-bandalagið skilaði okkur síðast hrunstjórn Geirs H. Haarde. Vitanlega vill þjóðin ekki endurtaka þann ,,kalda veruleika."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband