Fullveldið er stóra málið, bjáninn þinn

,,It's the economy, stupid," er orðskviða sem kosningastjóri Bill Clinton gerði fræga árið 1992. James Carville lamdi starfsmenn framboðsins í hausinn með þessari setningu til að þeir gleymdu ekki kjarnaatriðinu.

Forysta Sjálfstæðisflokksins fattaði ekki að fullveldið er meginmálið í þessari kosningabaráttu. Framsóknarflokkurinn er með fullveldismálin á hreinu og uppsker samkvæmt því.

Botnlaust dómgreindarleysi Bjarna Benediktssonar, þegar hann hlustaði á frænda sinn Benedikt Jóhannesson foringja litlu klíku ESB-sinna í flokknum, og deyfði andstöðu flokksins við ESB-umsóknina er enn staðfest.

Stórflótti kjósenda frá Sjálfstæðisflokknum til Framsóknarflokks er vegna fullveldismála. Þar er Framsóknarflokkurinn trúverðugur en Sjálfstæðisflokkurinn nýtur ekki trausts.


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokks dalar enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Sjálfstæðismenn tapa mest á að hafa ekki hafnað Bjarn Ben og kosið Hönnu Birnu.

Birgir Örn Guðjónsson, 2.4.2013 kl. 18:46

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Bjarni er ágætur.

hilmar jónsson, 2.4.2013 kl. 21:46

3 Smámynd: Rafn Guðmundsson

þetta held ég að sé ekki rétt hjá þér - frekar held ég að harðlínumenn eins og þú t.d. fæli menn frá flokknum.

Rafn Guðmundsson, 2.4.2013 kl. 22:47

4 Smámynd: Hvumpinn

Öllu skaltu snúa á haus Páll, það var einmitt harðlínuafstaða landsfundarins og "fullveldiskjaftæðið" sem er að ýta fólki frá Sjálfstæðisflokknum.

Hvumpinn, 3.4.2013 kl. 05:54

5 Smámynd: K.H.S.

Hvumpinn. Merðir samfylkingarinnar eru sìst til þess fallnir að skýra flótta okkar sannra Sjálfstæðismanna yfir á Framsókn í bili. Það skaltu láta okkur sjálfa um. ESB stefnufesta Framsóknar er þar efst á blaði, s,iðan kemur viljinn til að gera eitthvað fyri fólk í verulegum kröggum ogStaðfestan í Icesave málinu. Landsfundurinn hefur ekkert með þetta að gera að öðru leiti en því, að Hanna Birna missteig sig er hún sagði að á lyktun um lokun erópuáróðurssetursins væri to much. Við treystum ekki forystunni til að ganga ekki í lið með erkióvininum Samfylkingunni eins og þvî miður varð eftir næstsíðustu kosningar. Illu heilli.

K.H.S., 3.4.2013 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband