Evru-foringi undirritar dauðadóm gjaldmiðilsins

Jeroen Dijsselbloem foringi þeirra 17 óhamingjusömu ríkja sem sitja uppi með evruna segir að fyrirkomulagið á ,,björgun" Kýpur verði sniðmát fyrir viðbrögð við öðrum gjaldþrotum í ríkjum samstarfsins.

,,Björgun" Kýpur felur í sér að innistæðueigendur með 16 milljónir króna eða meira missa  nær allt sitt fé.

Eftir þetta útspil verður áhlaup á alla banka í Suður-Evrópu, að Frakklandi meðtöldu.

Evran er búin að vera.

 

 


mbl.is Kýpur missir heilan áratug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hvað ætli bankamenn í Luxembourg séu að hugsa núna?  Nú eða stjórnvöld hertogadæmisins?

Kýpur og Luxembourg eiga nefnilega fleira sameiginlegt en smæðina.

Kolbrún Hilmars, 25.3.2013 kl. 21:33

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þarna falla Andsinnar í þá gildru, viljandi sennilega, að alveg sama hvað er gert í hvað máli - að þá er allt = Vont.

Ef Kýpur hefði valið að tryggja allar innstæður uppúr, þá hefði það líka verið = vont.

þetta er í raun lýsandi fyrir ómálefnalegheit andsinna og hvernig þeir draga alla umræðu ofan í einhverja vitleysu.

Í þessu ákv. tilfelli er rétt málefnaleg nálgun, að benda á þá einföldu staðreynd að allt og sumt sem hefur gerst á Kýpur hingað til varðandi banka er - að einn banki hefur farið í þrot. þá er tryggt að innstæður upp að 100.000 Evrum samkvæmt ESB laga og regluverki eru tryggðar. Það sem er þar fyrir ofan fer í hefðbundið slitameðferðarferli og innheimtist eftir atvikum. Sama veg fara aðrir kröfuhafar.

þetta er í raun ekkert merkilegt og hefur margoft gerst þegar bankar fara á höfuðið.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.3.2013 kl. 22:19

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ómar Bjarki, hefurðu einhvern tíma velt því fyrir þér af hverju svissneskum bönkum hefur tekist að geyma peningafúlgur um aldir án þess að fara á hausinn og fella með sér þjóðríkið?

Kolbrún Hilmars, 25.3.2013 kl. 22:23

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já. Stundum velt því fyrir mér. það er líka alveg rétt sem þú nefnir með Luxemburg. það er líka ríki sem byggir svakalega mikið á fjármálavafstri allrahanda.

En svo við höldum okkur við Sviss, að þeir hafa þá byggt þetta upp frá aldaöðli. það er gífurleg hefð fyrir fjármálavafstri í Sviss. Og maður hefur tekið eftir að þeir svissar gera ýmislegt sem allir mundu kannski ekki búast við alltaf. Td. núna eftir a efnahagssamdráttur byrjaði fyrir nokkrum árum glóbalt og mikið innstreymi varð á fjármunum til Sviss með tilheyrandi hækkun Svissneska frankans - þá tendu þeir svissar frankann barasta við Evruna! þ.e.a.s. þeir vildu ekki innstreymið. Td. í tilfelli Íslands - þá hefðu allir bara fagnað innstreyminu og allir orðið voða kátir. Ríkasta fólk í heimi og sona. En svissarar vildu það ekki! þ.e.a.s. þeir stóðust freystinguna alveg léttilega. Vegna þess að þeir augljóslega vissu vel að miklu og skyndilegu innstreymi fylgja vandamál.

En td. með Kýpur, að það er bara nýtilkomið að það sé einhver fjármálamiðstöð. Bara eitthvað 30 ár. Landið var í grunninn samkvæmt aldagamalli hefð landbúnaðarland. það verða alveg gígantískar breytingar á örfáum áratugum. Auk þess sem landið er bara nýbúið að fá sjálfstæði. það er yngra en Ísland! Fæddist ekki fyrr en 1960. þeir fóru allt of geyst og tóku allt of mikla áhættu og voru allt, allt of skamsýnir. Franski fjármálaráðherrann sagði að Kýpur væri ekkert annað en ,,casínó-efnahagskerfi" sem hefði spilað of djarft og nú gengi dæmið ekki upp lengur. það yrði eitthvað að gera og allar aðgerðir þýddu einhver vandamál tímabundið. það væri óhjákvæmilegt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.3.2013 kl. 22:54

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps. svo haldið sé áfram málefnalegri umræðu, þá er hollenski fjármálaráðherrann í raun soldið svona óvenjulegur af fjármálaráðherra að vera. Hann er svona lítt varkár í orðum og sumir gagnrýna hann fyrir það.

En í rauninni bendir hann bara á sáraeinföld atriði sem eru ekkert ný. þegar bankar fara í þrot - þá er þetta hefðbundin leið eins og farin var í tilfelli Laikai bankans, 2. stærsta banka Kýpur sem fer í slitameðferð. það er erfitt að segja til um hvernig eignir bankans duga til að koma á móts við kröfuhafa. það er ekkert hægt að fullyrða um það að svo stöddu. Líklegt er talið í tilfelli umrædds banka að eignastaðan sé talsvert veik.

það óvenjulega er í raun og það nýja, að 100.000 evrur eru tryggar samkv. EU laga og regluverki. það voru misstök hjá kýpverskum stjórnvöldum að fara að hringla með skatt þar undir fyrir nokkrum dögum og það kemur soldið þannig út að þeir hafi gert það viljandi til að setja pressu á önnur lönd. Að mínu mati er alveg krúsíalt að ekki verði farið að hringla með almennar innstæður sem eru flokkaðar sem upp að 100.000 (þó mörkin við 100.000 sé í raun umdeilanleg, að þá verða mörkin að vera einhversstaðar og 100.000 er góð tala og það allt ákveðið í þar tilgerðum dírektífum). Auk þess sem fæestir telja, eðli máls samkvæmt, að ólöglegt sé að hrófla við innstæðum undir 100.000 þó vissulega megi deila um hvort skattur sem almenn aðgerð flokkist sem brot á þeim lögum. Um það þyrfti ECJ að dæma.

En hott er svo allt annað mál og önnur umræða, að setja má spurningamerki við hvort þær aðgerðir sem samkomulagið snýst um, hvort það dugi Kýpur. Hvort ekki muni fylgja á eftir keðjuverkun. Að búið er að setja 2. stærsta bankann í þrot og flytja innstæður úr honum sem eru undir 100.000 Evrur yfir í Bank of Kypur sem er stærsti bankinn. Sumir kýpverjar og fleiri vilja meina að þessi aðgerð sé ekki alveg nógu sannfærandi eða afgerandi og telja að Bank of Kypur sé allt of veikur fyrir og óljóst sé hvaða styrkingaraðgerðir eigi að fylgja. það er talað um í samkomulaginu að einhverjar aðgerðir eigi að fylgja varðandi þann banka og allir kröfuhafar eigi að koma þar að og leggja sitt fram. það er bara ekkert útskýrt nákvæmlega í hverju það felst. þetta telja margir veikleika og telja líklegt að Bank of kypur sé í sömu hættu og Laikai bankinn á að enda í slitameðferð. Og þegar stærsti bankinn falli og þar með tveir stærstu - þá muni fleiri fylgja með (en á kypur er fjöldinn allur af bönkum og fjármálastofnum)

Nú, miðað við reynslu Íslands 2008 - þá gæti vissulega verið þessi hætta fyrir hendi. það er aðallega þetta núna sem verður fróðlegt að fylgjast með í framhaldinu. Hvort Kypur takist virkilega í framhaldinu að forða fleirum bönkum frá þroti.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.3.2013 kl. 00:45

6 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

"Evran er búin að vera"...

Ert þú með réttu ráði Páll?

Friðrik Hansen Guðmundsson, 26.3.2013 kl. 02:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband