Ekki orð um ESB hjá Árna Páli

ESB-umsókn Samfylkingar er í svo ónýtu standi að formaður flokksins nennir ekki að berjast fyrir málinu. Í eldhúsdagsumræðum sex vikum fyrir kosningar er Evrópusambandið ekki á dagskrá hjá Árna Páli.

Evrópumálin hafa skilað flokknum 12,4 prósent fylgi og kannski er það að renna upp fyrir Árna Páli að ESB-umsóknin er dauð. Spurningin er aðeins hvort Samfylkingin deyr með umsókninni.

Árni Páll er of mikill heigull að segja það upphátt sem allir vita: eftir 4 ára stanslausa umræðu um Evrópumál er þjóðin staðráðin að ganga ekki inn í Evrópusambandið. 

Raunsær stjórnmálamaður sem raunverulega vildi frið myndi kannast við stöðu mála og biðja þjóðina afsökunar á mesta pólitíska dómgreindarleysi seinni ára, að fara með fullveldi Íslands í biðröð eftir brennandi hótelherbergi í Brussel.


mbl.is Friður þarf að ríkja á þjóðarheimilinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

er nokkur ástæða til að ræða það augljósa - við förum í esb

Rafn Guðmundsson, 13.3.2013 kl. 22:51

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Enn og aftur sýndi frétastofa RÚV hversu hroðalega hlutdræg hún er í öllum fréttaflutningi sínum og áberandi í stuðningi sínum við Samfylkinguna og útibúið þerra BF.

Eftir Eldhúsdags umræðurnar fókusaði fréttastofa RÚV sjónvarps þannig á umræðurnar í 10 fréttum sínum að byrjað var á viðtali við Árna Pál Árnason SF, síðan var rætt við Bjarna Benediktsson og síðan fékk Guðmundur Steingrímsson BF að enda þessa umræðu.

Leiðtogar Samfylkingarinnar og útibúið þeirra fengu 2/3 af umfjöllun 10 frétta sjónvarpsins.

Aðrir flokkar og framboð fengu ekkert að tjá sig.

Hvorki Framsóknarflokkurinn, Vinstri græn eða aðrir óháðir þingmenn fengu að segja eitt einast orð í þessum fréttatíma Sjónvarps allra landsmanna.

Þetta litla dæmi er aðeins eitt lýsandi dæmið um þann gríðarlega Samfylkingarhalla sem er á ríkisfjölmiðlunum !

Gunnlaugur I., 13.3.2013 kl. 23:07

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það var ekki svo þegjandi samkomulag gert um það hjá krötunum að ræða ekki ESB í aðdraganda kosninga. Þeir fóru meira að segja fram á það við aðra.

Skiljanlegt.  Nú er tekin sú lína að ræða þetta í líkingum og undir rós án þess að nefna sambandið eins og sjá má á svokallaðri stefnuskrá BF. Þar eru ESB markmiðin frammi og gulæturnar allar frá Brussel, þótt ESB sé ekki nefnt á nafn. 

Þeir hljóta að skammast sín svona fyrir þessa stefnu sína, en reyna þó að koma henni á framfæri með klækjum og gylliboðum sem eiga sér rætur í styrkjahimnaríkinu.

Í ljósi þessa á að tala sem hæst um ESB og spyrja sem mest um það í þessum kosningum og afhjúpa þetta lið í blekkingum sínum og fagurgala.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.3.2013 kl. 01:19

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Einnig er rétt að fara að ræða Stjórnarskrármálið á réttum forsendum og kalla það réttum nöfnum. Allt það ferli er stæsti og mikilvægasti þátturinn í aðlægunarferlinu. Ekkert annað nota bene.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.3.2013 kl. 01:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband