Hitler í áliti og ESB í uppnámi

Á morgun eru 75 ár frá innlimun Austurríkis inn í Hitlers-Þýskaland. Hitler er fæddur í Austurríki og samlandar hans, fjórir af hverjum tíu, segja í nýrri skoðanakönnun að skálkurinn með frímerkjaskeggið hafi ekki verið alslæmur.

Hitler komst til valda í kjölfar fyrri heimsstyrjaldar þegar stórveldi Evrópu fórnuðu milljónum ungra manna í tilgangslausum skotgrafahernaði í fjögur ár. 

Einn af þekktustu stjórnmálamönnum ESB, Jean Claude Juncker, sem til skamms tíma var i forystu fyrir evru-ríkin, óttast endurtekningu á fyrri heimsstyrjöld. 

Juncker er sakaður um að ala á örvæntingu og skaða trúverðugleika Evrópusambandsins. Hvorki heimsstyrjöld né Hitler eru handan við horni í Evrópu. Á hinn bóginn er varanleg efnahagskreppa í álfunni og pólitíska kerfið er í lamasessi - það sýndu kosningarnar á Ítalíu.

Evrópusambandið stendur frammi fyrir óræðri framtíð og við Íslendingar eigum að fylgjast með þróun mála í öruggri fjarlægð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gylfi Gylfason

ESB ríkið er í raun að drepa milljónir ungra manna og kvenna as we speak og það með því að framleiða aumingja vegna atvinnuleysis.

Hugsanlega mun ESB ríkið að endanum drepa fleiri en þriðja ríkið.

Ráðaleysið ar algjört.

Gylfi Gylfason, 11.3.2013 kl. 21:18

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er billegt að segja: "Hitler í áliti" þótt 4 af hverjum 10 segi að hann hafi ekki verið alslæmur.

Hitler er ekkert í "áliti" hjá mér. Hann sýndi að mínum dómi af sér verstu villimennsku nokkurs manns á síðustu öld. En nógu mikið hef ég kannað gögn um hann til að sjá, að hann var með gerklofinn persónuleika, var í rauninni tveir menn, þar sem annar þeirra, hatursjúkt illmenni af hæstu gráðu, réði að mestu ríkjum og notaði sér hinn hluta persónuleikans til að ná sínu fram. 

Við getum orðað þetta þannig að annars vegar, segjum 95%, var hann haldinn einhverju sjúklegasta hatri og valdafíkn, sem um getur.

Hins vegar, segjum 5% er svo að sjá, að í persónulegri og daglegri umgengni við fólk, hafi hann að mestu leyti komið vel fram og kurteislega og haft mikla persónutöfra, sem kannski mætti kannski frekar að kalla persónu-svartagaldur, galdur dávaldsins.  

Hitler gat meira að segja verið fyndinn og skemmtilegur, svo ótrúlegt sem það kann að virðast, og þarf ekki annað en að fara inn á YouTube til að sjá hann bregða fyrir sig slíku í ræðum, sem snertu Bandaríkin.

Ómar Ragnarsson, 11.3.2013 kl. 21:23

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Punkturinn hjá Þjóðverjum er að þrátt fyrir illvirki Hitlers og nasista er hátt hlutfall þeirrar skoðunar að eitthvað jákvætt hafi verið að finna hjá þessu liði. Og 4 af 10 er hátt hlutfall.

Páll Vilhjálmsson, 11.3.2013 kl. 21:46

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Augu Junckers eru að opnast fyrir því hversu alvarlegar afleiðingar efnahags- og peningastefna ESB og þó einkum evrusamstarfsins er að hafa á almenning í Evrópu. Fátækt og vonleysi, sem er orðið viðvarandi vandamál í Evrópu gæti breyst í martröð fyrir Evrópu alla og reyndar langt út fyrir Evrópu.

Það er ekki sjálfgefið að fólk í neyð láti sér það linda og taki því þegjandi.

Stjórnmálamenn Evrópu hafa verið of uppteknir af því að bjarga lánveitendum að hinn almenni Evrópubúi hefur orðið útundan, almenningur er látinn blæða fyrir banka og peninga þeirra sem telja sig eiga þá.

Þetta er orðið sárara en tárum taki.

Guð forði okkur frá því að eiga nokkra hlutdeild í þessu apparati sem kallast ESB.

Tómas Ibsen Halldórsson, 12.3.2013 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband