Framsókn sækir fylgi bæði til hægri og vinstri

Stuðningur við Framsóknarflokkinn kemur bæði frá fyrrum kjósendum Sjálfstæðisflokksins, sem ekki treysta fyllilega hvað flokkurinn stendur fyrir, og frá kjósendum Vinstri grænna sem fyrirlíta það sem sá flokkur stendur fyrir.

Í aðdraganda landsfundar var það orð á Sjálfstæðisflokknum að hann væri tilbúinn í slagtog með Samfylkingunni og jafnvel að skrifa upp á ESB-umsóknina. Þótt landsfundurinn hafi tekið af öll tvímæli um afstöðuna til Evrópusambandsaðildar er forystan enn grunuð um græsku.

Framsóknarflokkurinn er með í brúnni fólk sem talað hefur af elju um andstöðuna við ESB-aðild og vitanlega nýtur flokkurinn Icesave-málsins - en þar reyndist Sjálfstæðisflokkurinn léttvægur.

Frá vinstri streymir fylgið til Framsóknarflokksins, einkum á landsbyggðinni þar sem Vinstri grænir stóðu sterkt fyrir 16. júlí-svikin. VG mun ekki endurheimta þetta fylgi.

Önnur tíðindi út þessari könnun eru að Litla Samfylkingin, sem líka svarar kallinu Björt Framtíð, er á hraðri niðurleið.


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

...og Þorvaldur fær sín þrjú prósent.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 1.3.2013 kl. 11:10

2 Smámynd: rhansen

Allt saman mjög eðlilegt !

rhansen, 1.3.2013 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband