ESB-peningar á landsfundi - Jón Gnarr líka?

Áróður borgaður af Evrópusambandinu er á floti á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, segir okkur landsfundarfulltrúinn Halldór Jónsson. Sá sem sér um dreifingun á ESB-áróðrinum er sá hinn sami sjálfstæðismaður og stýrði herferð Samfylkingarinnar fyrir síðustu kosningar um að kjósendur Sjálfstæðisflokksins ættu að veita Samfylkingunni stuðning sinn,

Maðurinn heitir Benedikt Jóhannesson og er aðalsprauta ESB-sinna í Sjálfstæðisflokknum, - líka þegar hann er í vinnu hjá Samfylkingunni.

RÚV, málpípa Samfylkingarinnar, kallaði í Benedikt á fimmtudag þegar landsfundur hófst, og fékk hann af öllum mönnum til að gefa stöðu formanns og flokks einkunn. Benedikt sagði að Sjálfstæðisflokkurinn minnti sig á Framsóknarflokkinn og að  Bjarni Ben. talaði eins og Jón Gnarr.

Aðaltalsmaður ESB-sinna í Sjálfstæðisflokknum heldur þannig áfram að þjónusta andstæðinga Sjálfstæðisflokksins. Hverjir eru annars helstu samherjar Benedikts innan flokksins, þ.e. Sjálfstæðisflokksins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Benedikt kann að koma ár sinni fyrir borð.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.2.2013 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband