Krónan og fullveldið, grundvöllur lýðveldisins

Eftir miðja 19. öld var meginkrafa Íslendinga að fá forræði eigin mála flutt frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur. Í áföngum tókst að færa völd og ábyrgð heim; stjórnarskráin 1874, heimastjórn 1904, og fullveldi 1918. Lokahnykkurinn í pólitískri sjálfstæðisbaráttu var stofnun lýðveldisins 1944.

Efnahagslegt sjálfstæði Íslands var tryggt með útfærslu landhelginnar sem í meginatriðum fór fram aldarfjórðunginn 1950 til 1975.

Enginn Íslendingur með ráði og rænu lætur sér til hugar koma að flytja fullveldið úr landi og farga landhelginni, en hvorttveggja myndi gerast með inngöngu í Evrópusambandið.

Krónan er gjaldmiðill lýðveldisins. Hún stendur vel til höggs í kjölfar hruns og láta ESB-sinnar ekkert tækifæri ónotað til að hnýta í krónuna.

Þeir sem standa með fullveldinu hljóta að standa með krónunni.


mbl.is Krónan áfram gjaldmiðill
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband