Hálf milljón á mánuði, neyslan og sjálfsvirðingin

Allir eiga að geta lifað sómasamlega af hálfri milljón króna á mánuði, bæði hjúkrunarfræðingar, kennarar og aðrir. Margir þurfa eflaust að rifa seglin frá tímum útrásar; aka á ódýrari bíl, búa í minna húsnæði og fækka utanlandsferðum.

En það á enginn bágt með 500 þús. kr. í mánaðarlaun.

Nema, auðvitað, ef maður lætur neysluna ráða sjálfsvirðingunni. Þá á maður bágt, - en ekki vegna launanna.


mbl.is Með 381 þúsund í dagvinnulaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

520 þ. eru meðaltal heildarlauna en ekki laun venjulegs hjúkrunarfræðings.

Það kemur ekki fram hvernig þetta dreifist en sumir eru væntanlega með hærri grunnlaun en aðrir vegna starfsaldurs eða stjórnunarskyldna og vaktaálagið hlýtur að vera mjög mismunandi eftir deildum. 

Trúlega er nýútskrifaður hjúkrunarfræðingur í dagvinnu ekki að fá mikið meira en 50-70 þ. krónum meira útborgað en maður á atvinnuleysisbótum.

Burtséð frá sanngirnisrökum þá er eftirspurn eftir hjúkrunarfræðingum mikil erlendis og betri kjör í boði víða.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 7.2.2013 kl. 17:14

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Jú, það er eftirspurn eftir hjúkrunarfræðingum erlendis, en sennilega ekki íslenskum kennurum. Við getum á hinn bóginn ekki réttlætt launahækkanir með því hvort erlend eftirspurn sé eftir tilteknum starfsstéttum eður ei.

Meðaltal heildarlauna er, eins og þú segir 520 þús. kr., og ekki er að efa að vel sé unnið fyrir þeim launum. En svona almennt, í samhengi við önnur laun og framfærslukostnað, er tæplega hægt að segja að það séu sultarlaun.

Páll Vilhjálmsson, 7.2.2013 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband