Klofningshætta hjá Sjálfstæðisflokki

Undir forystu Árna Páls mun Samfylkingin sækja stíft eftir bandalagi við samfylkingardeild Sjálfstæðisflokksins, þess hóps sjálfstæðismanna sem stóð fyrir auglýsingaherferð 2009 sem hvatti fólk að kjósa Samfylkinguna vegna Evrópumála.

Fréttablaðið er miðstöð samfylkingardeildarinnar og þar á bæ er lofsorði lokið á kjör Árna Páls. Úr þeirri átt er að vænta boðskaps um ,,frjálslynda Evrópustefnu."  

Veik staða formanns Sjálfstæðisflokksins, 83 prósent óánægja er með störf hans, auðveldar sókn samfylkingardeildarinnar að flokknum.

Afgerandi meirihluti sjálfstæðismanna, eða 80 prósent, er andvígur aðild Íslands að  Evrópusambandinu. Sá hópur mun ekki sitja þegjandi þegar reynd verður samfylkingaryfirtaka á Sjálfstæðisflokknum.


mbl.is Evrópumálin voru fyrirferðarmikil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Samkvæmt skoðanakönnun í okóber eru aðeins um 12% sjálfstæðismanna hlynntur ESB- aðild. Það hefur hins vegar nánast enga athygli vakið, að samkvæmt sömu könnun er sami fjöldi samfylkingarmanna, 12%, andvígur aðild. (Sama hlutfall er hjá Framsókn). Af þessu á ráða, að þetta geti vegið hvort annað upp.

Vilhjálmur Eyþórsson, 4.2.2013 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband