Breska Samfó í upplausn vegna ESB

Verkamannaflokkurinn í Bretlandi, systurflokkur Samfylkingar, er í upplausn vegna útspils Cameron forsætisráðherra um að Bretar greiði atkvæði um hvort þeir vilja vera áfram í Evrópusambandinu eða fara út.

Í Telegraph er sagt frá því að formaður Verkamannaflokksins, Ed Milliband, var vart búinn að gagnrýna Cameron á þingi fyrr en flokksskrifstofan andmælti formanninum og lýsti því yfir að atkvæðagreiðsla væri jákvæð fyrir Breta.

Í Bretlandi er vaxandi andstaða við veru landsins í Evrópusambandinu og Verkamannaflokkurinn fer ekki varhluta af því. Sérstaklega afhjúpandi eru orð talsmanns Verkamannaflokksins í utanríkismálum, Douglas Alexander, sem sagði

But frankly we don't know how Europe is going to change 

Toppmenn í breska Verkamannaflokknum vita ekki hvernig Evrópusambandið þróast en snillingarnar í Samfylkingunni á Íslandi, Össur skarpi og Árni Páll mannréttindafrömuður, eru með það á hreinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Brestirnir í ESB stíflunni eru orðnar flestum ljósar. Einungis veruleikafirring aftrar mönnum sýn.

Þeir veruleikafirrtu á Íslandi, n.t.t. Samfylkingarmenn, óska ennþá eftir að landið fá pláss í bæjarblokk fyrir neðan stífluna.

Hilmar (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 20:02

2 identicon

Þeir sem bíða enn spenntir eftir pakkanum geta kíkt á bara einhverja erlenda fréttasíðu. Hvar er RUV???

jonasgeir (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband