Cameron skýtur niður ESB-umsókn Samfylkingar

Bretar vilja losna við hluta af skrifræðinu í Brussel og hóta útgöngu árið 2017 ef ekki verður orðið að  kröfum þeirra. Næstu fjögur árin fara í að þrátta um hvort og hvernig Evrópusambandið ætlar að mæta kröfum Breta.

Líf ESB-umsóknar Samfylkingar byggir á velvilja í Brussel. Embættismenn þar á bæ munu ekki gefa neinn afslátt af meginreglum Evrópusambandsins í viðræðum við Íslendinga þar sem slíkt myndi spila upp í hendurnar á Bretum.

Ef Bretum tekst að búa til ,,súper EES-samning" handa sjálfum sér yrði slíkt fyrirkomulag til muna hagfelldara Íslendingum en full aðild. Af því leiðir verður enn heimskulegra en áður fyrir ísland að halda áfram ESB-ferlinu sem miðar að fullri aðild.

Með ræðu Camerons eru andstæðingar ESB-umsóknar Samfylkingar komnir með skotfæri sem duga til að skjóta Brussel-leiðangurinn í kaf. 


mbl.is Þjóðaratkvæði eftir næstu kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið gott að hjarðhugsandi kratar ráði ekki alls staðar í Evrópu.

jonasgeir (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 12:02

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þetta kosmingaútspil Camerons þýðir í raun að hann er að hafna þjóðaratkvæði um málið. Hann boðar hugsanlegt þjóðaratkvæði 2017. Hann veit sem er að þetta EU tal í Breska Sjálfstæðisflokki og 2-3 innan Íhaldsflokks er útí hött og besta leiðin til að sýna fram á það sé tíminn.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.1.2013 kl. 12:22

3 identicon

Sæll Páll; sem og aðrir gestir, þínir !

Ómar Bjarki Kristjánsson !

Ertu Þjóðverji ?

Má ekkert; hrófla við Fjórða ríki (ESB) Merkel kerlingarinnar ?

Ertu kannski; hugmyndafræðilegur afkomandi, þeirra : Bismarcks - Vilhjálms I. Keisara, og Adólfs Hitler, Austfirðingur knái ?

Hvaða lífsspursmál er það þér; að Brussel - Berlínar öxullinn haldi - í gegnum þykkt og þunnt, Ómar Bjarki ?

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 12:30

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

ESN er samstarf allra Evrópuríkja um sín sameiginlegu mál. Merkel fann ekkert upp ESB og kemur þessu ekkert við ogg enn síður tal um fjórða ríki.

það er samt i raun erfitt að átta sig almennilega á í hvað stöðu Cameron er þegar hann boðar þessa óskýru ,,þjóðarakvæðagreiðslu" eftir 4 ár. 4 ár er langur tími.

þetta hlýtur að benda til að staða Camerons sé afar veik innan Íhaldsflokks. Og eg efa að hann styrki stöðu sína með þessu. Hann gefur höggfæri á sér.

Kæmi ekki á óvart þá í ljós kæmi næstu mánuði að þessi leikur hans hafi verið vanhugsaður.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.1.2013 kl. 12:53

5 identicon

Komið þið sælir; á ný !

Ómar Bjarki !

Gott og vel; Evrópu umhyggja þín er aðdáunarverð, nánast.

En; hvers vegna, ættu Bretar - og þau Camerón að binda sitt trúss frekar við Brussel miðstýringuna, hafandi þá aldagömlu og misjöfnu reynslu, af Þjóðverjum og Frökkum, og oftlega, ærið dýrkeypta, Ómar Bjarki ?

Er Evrópuskaginn; næsti nágranni okkar í austri - ígildi Paradísar á jörðu Ómar Bjarki ?

Hefir þú velt fyrir þér; vaxandi þátttöku ESB ríkjanna, í stríðsbrölti Bandaríkjanna og Ísraels, og frekari undirbúningi þeirra, í æsingum- og frekara og víðtæku árásarstríði, gagnvart Íran ?

Ekki síðri kveðjur; þeim fyrri / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 13:05

6 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég vil minna á að það eru aðrar leiðir en EES og ESB, Í dag er ESB sjálf að semja við Kanada, USA, Singapor og Japan um fríverslunarsamning og það er eitt ríki enn. Þessi ríki fá undanþágu á öllum reglum ESB semsagt fá að kaupa og selja. Bretar urðu æfir og sega réttilega hversvegna þurfum við allar þessar reglur og Lög þegar umrædd ríki þurfa ekki að gangast undir nein lög ESB. ÉG spyr hvað er að okkur. Svona samningur er alveg eins fyrir okkur ef við hefðum hugmynda fræði heilbrigðra en ekki nasista. Reglur og lög og ekkert annað.

Valdimar Samúelsson, 23.1.2013 kl. 13:08

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

ESB hefur auðvitað fjölda fríverslunar og viðskiptasamninga við ríki utan bandalagsins.

ESB er Samband ríkja Evrópu. Lykilorð: Evrópa.

Varðandistríð og slíkt, þá var ESB stofnað til að viðhalda friði í Evrópu. Að menn leystu sín mál án átaka.

þetta fullveldistal manna er allt á miskilningi byggt. Í nútímanum auka ríki fullveldi sitt með þáttöku í sameiginlegri vinnu og sáttmálum landa. Með aðild að EU þá eykur Ísland fullveldi sitt.

Umræðan um ESB í Bretlandi er að mörguleiti útá túni og ruglingaleg þar eiga fjölmiðlar mikla sök. það selur að setja dæmið upp sem: ESB er að segja Bretlandi þetta og þetta, bognar gúrkur og bannaðar kökur o.s.frv. það selur.

Mín trúa er, að ef þetta þjóðaratkvæði kæmi til framkvæmda og umræða færi af stað um það sem raunverulega skiptir máli og hvað ESB stendur fyrir - því færri munu greiða atkvæði með útgöngu úr ESB.

Samt sem áður er ekki algjörlega gott að átta sig á þessu útspili Camerons. Maður spyr sig hvort skýringin sé ekki afar veik staða hans sem formaður Íhadsflokksins. Eg er ekki að sjá að allir í Íhaldsflokki verði sáttir við þetta útspil hans.

Varðandi ESB og Paradís, að þá hefur held ég bara enginn sagt að ESB væri Paradís - nema andstæðingar ESB sem segja að Aðildarsinnar segi að ESB sé Paradís. En Andstæðingar ESB snúa ju a öllu á haus í sínum málflutningi sem kunnugt. er.

Ísland er þegar aðili að ESB í gegnum EES. Aukaaðild sem jafngildir í raun 80% aðild að sambandinu. Stundum kallað fax aðild án fullveldis. þetta vilja Andsinnar. Vilja rýra fullveldið sem mest.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.1.2013 kl. 13:33

8 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Gaman að vera svona samsinna ESB mönnum.

Ég vil Koke en ekki pepsí ég sem ESB andstæðingur vil ekki ESB og það skiptir mér engu hvað í pakkanum felst. Já jafnvel þótt þeir borguðu mér milljón á mánuði allt mitt líf. Sérðu við eigum ekki þetta land til að gefa öðrum. Landið er til að rækta og búa á og njóta lífsins með fjölskildum okkar.

Valdimar Samúelsson, 23.1.2013 kl. 13:46

9 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

EES samningurinn er innan við tíu prósent af Evrópusambandsaðild. Verulega stórir málaflokkar standa utan EES-samningsins, svo sem landbúnaður, sjávarútvegur, tollamál, viðskiptasamningar við önnur ríki og peningamál.

A árabilinu 2000 til 2009 tóku gildi í Evrópusambandinu samtals 34 733 tilskipanir, reglur og aðrir löggjörningar. Aðeins rúmlega þrjú þúsund (3 119) af þessum löggjörningum fengu gildi í EES-samningnum, eða 8,9 prósent.

sjá nánar hér.

Páll Vilhjálmsson, 23.1.2013 kl. 14:00

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það sýnir soldið stöðuna á umræðuhefð á Íslandi, að Andstæðingar aðildar að Sambandinu vilja ekki viðurkenna að Ísland tekur upp um 80% af laga og regluverki ESB í gegnum EES Samninginn miðað við ef þeir væru fullir og formlegir aðilar sem fullvalda ríki ber að vera. þetta hefur oft verið sýnt fram á og er óumdeilt. Segir auðvitað sitt, að Andstæðingar aðildar skuli ekki fallast á slíka grunnstðreynd máls. Ekki mundi eg vilja vera í forsvari fyrir einhverju máli - og neita að fallast á slíka grunnstaðreynd. þetta er álíka og neita því að Jörðin sé hnattlaga.

Andstæðingar aðildar vilja gera Ísland að einhverju útnesi. Barbaristanríki sem lifði þá aðallega á ránum ýmiskonar, Sjóránum sem annari píratastarfsemi.

Ástæða þokkalegrar velgengni og velsældar Ísland á seinni hluta 20.aldar á Íslandi er velvild og vinátta Norðurlandaþjóða og Vestur-Evrópu gagnvart Íslandi. þessi lönd hafa veitt Íslandi bestu markaðskjör sem völ er á og velvilja í alla staði. Án þessar vinsemdar - Engin velsæld á Íslandi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.1.2013 kl. 15:10

11 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ómar Bjarni, ef það hefur ,,oft" verið sýnt fram á að Ísland taki upp 80 prósent af laga og regluverki ESB þá hlýtur þú að geta vísað í heimildir. Hverjar eru þessar heimildir?

Páll Vilhjálmsson, 23.1.2013 kl. 16:19

12 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ómar Bjarki, fyrirgefðu.

Páll Vilhjálmsson, 23.1.2013 kl. 16:19

13 identicon

Það fyndna við þetta er að nú koma fram silkihúfur ESB í bunkum, og lýsa því yfir að engar sérlausnir séu í boði fyrir Breta. Með þessum yfirlýsingum eru þeir að gera íslenska ESB aðdáendur aðhlátursefni, en þeir hafa einmitt verið að boða, að smáríkið Ísland geti fengið sérmeðferð, sem ekki einu sinni stendur Bretum til boða.

Hvernig ætli innlimunarsinnum líði nú, þegar sjálft ESB er búið að afhjúpa málflutning þeirra undanfarin ár sem algera steypu?

Hvernig er hægt að koma fram og halda áfram "umræðunni" eins og ekkert hafi í skorist?

Kunna innlimunarsinnar ekki að skammast sín?

Hilmar (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 16:29

14 Smámynd: N1 blogg

... má ég vinsamlegast benda ykkur á að N1 formaður FLokksins er eldheitur ESB-sambandssinni.

N1 blogg, 23.1.2013 kl. 17:17

15 identicon

Það væri fróðlegt að fá ca. rétta tölu varðandi upptöku á laga og regluverki ESB. Þarna skeikar ansi miklu, 8,9 eða 80%.

Hver getur upplýst um þetta, Eiríkur Bergmann Einarsson?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 17:23

16 Smámynd: Kolbrún Hilmars

EES er ekki ESB. 

ESB þjóðum er skylt að tileinka sér sameiginlegan reglu- og lagaboðskap frá Brussel  en EES þjóðum leyfist að velja og hafna.

Ef valkosturinn hefur verið afnuminn  þá er EES ekki lengur það viðskiptasamband sem lagt var upp með árið 1994. 

Kolbrún Hilmars, 23.1.2013 kl. 18:05

17 identicon

Einmitt Páll - og þarna kemur Cameron mörgum skemmtilega á óvart.

En Kolbrún Hilmars 18:05 hittir naglann á höfuðið sem fyrr.

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 20:05

18 identicon

Komið þið sæl; sem fyrr !

Ómar Bjarki !

Íslenzka 5. Heims ríkið; á velvild : Norður - Mið og Suður- Ameríku, auk Asíu og Rússlands, allramest að þakka, hvað það litla hefir hér, úr rætst, á stöku sviðum.

ESB mengaða Evrópa; er eitt mesta arðræningja- og niðurrifsafl veraldar, hafir þú ekki ENNÞÁ eftir tekið, Ómar Bjarki !!!

Sízt lakar kveðjur; þeim öðrum - og fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 21:00

19 Smámynd: Jón Ragnarsson

http://www.spiegel.de/international/europe/commentary-on-david-camerons-s-pledge-to-hold-eu-referendum-a-879299.html

Jón Ragnarsson, 24.1.2013 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband