Fimmtudagur, 17. janúar 2013
Samfylkingarvædd utanríkisþjónusta
Samfylkingin gerði utanríkisráðuneytið að áróðursdeild flokksskrifstofunnar um leið og Össur Skarphéðinsson yfirtók málaflokkinn. Embættismenn endasendast landshorna á milli að bera samfylkingarþráhyggjuna um ESB-aðild á borð fyrir saumaklúbba og kvæðamannafélög.
Embættismenn afflytja málstað Íslands í útlöndum til að þóknast Samfylkingunni og eru afskiptin af fréttum um sérstakan aukafund ríkisstjórnarinnar vegna skipbrots ESB-umsóknarinnar nýjasta dæmið um flokkspólitík embættismannanna.
Á starfstíma Össurar er utanríkisþjónustan orðin ófaglegri og verr mönnuð en áður. Verulegt átak þarf að gera eftir kosningar að aflúsa þennan hluta stjórnarráðsins.
Dauði viðræðnanna stórlega ýktur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Aflúsa"? Er það ekki orðræði nazista?
Jakob Andersen (IP-tala skráð) 17.1.2013 kl. 23:30
...Auschwitz III var notuð sem vinnubúðir, þar sem fangar þræluðu fyrir nasista. ... að þau væru að fara í sturtuklefa og þar myndu þau ganga í gegnum aflúsun...
Jakob Andersen (IP-tala skráð) 17.1.2013 kl. 23:45
Ósmekklegt að blanda útrýmingabúðum nazista í alls óskylda umræðu.
Pólitískar hreinsanir úr opinberum EMBÆTTUM eiga ekkert skylt við "Helförina", ekki frekar en aflúsun á höfuðlús sem reglulega herjar í grunnskólum. Til að bloggumræður virki þarf fólk að halda sig innan ramma viðeigandi forsenda.
Telja má víst að pólitískar embættishreinsanir hefjast eftir kosningar.
Sólbjörg, 21.1.2013 kl. 12:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.