Frá meintri þöggun yfir í alvöru múgæsingu

Umfjöllun um Karl Vignir Þorsteinsson og afbrot hans tröllríður fjölmiðlum. Harla ólíklegt er að umfjöllunin mun vernda eitt einasta væntanlegt fórnarlamb einhvers annars níðings.

Níðingarnir hafa sagt sig frá viðurkenndum gildum samfélagsins og þeir munu ekki láta segjast þótt múgæsing leiki lausum hala um stund. Múgæsingin mun á hinn bóginn auka tortryggni og valda móðursýki hjá fólki sem tekur umræðuna inn á sig.

Sérkennilegast af öllu er þegar brjálæðingar úr röðum fyrrverandi blaðamanna nota mál Karls Vignis til að rétta mannorðsmorð liðinna ára. Þeir sem hafa minnstu reynslu af blaðamennsku vita að þegar ásökun um kynferðisbrot kemur fram og engum vitnum er til að dreifa er nær ógjörningur að komast að hinu sanna með þeim aðferðum sem blaðamönnum standa til boða. 

Kastljósmálið gegn Karli Vigni var byggt á kvikmyndaðri játningu geranda. Það eina sem þessi hamfarafjölmiðlun um barnaníðinga mun hafa í för með sér er að aðrir gerendur verða varari um sig.

 


mbl.is „Svartur blettur á samfélaginu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einhver orðaði það svo að Karli hefði alltaf tekist að komast undir "radarinn", ætli þessi umfjöllun nú verði ekki til þess að menn endurstilli "radarinn" sbr. t.d. viðbloggaða frétt.    Eins er þessi umfjöllun að skila því að fólk kemur fram úr þögninni varðandi samskifti sín við Karl og aðra meinta perra.

    Er ekki bara ágætt ef aðrir gerendur verði svo varir um sig að þeir hætti verknaðinum?     Hvað áttu annars við Páll að ekki meigi styggja perrana?

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 10.1.2013 kl. 19:08

2 identicon

Mér finnst RÚV hafa farið fram úr sjálfum sér. Fjórða kastljósið í kvöld um Karl Vigni, og afbrot hans. Ekki það að ég sé á neinn hátt að verja perrann. Öðru nær! En einn þáttur hefði alveg dugað. Mig grunar að nú sé RÚV að halda áfram í þessum dúr til að beina athygli þjóðarinnar frá ýmsu öðru ógeði sem veður uppi á æðstu stöðum. Æsa þjóðina upp vegna eins máls (afbrotamaður sem á ekkert undir sér) en steinþegja um hrikaleg vandamál, eins og td. heilbrigðiskerfi sem er að hrynja í rúst á meðan ráðherra velferðarmála er á kafi í framboði til formanns SF. Og fjöldi annara risastóra mála sem alvöru fjölmiðill væri að upplýsa þjóðina um. 

óli (IP-tala skráð) 10.1.2013 kl. 20:09

3 identicon

Þótt ég hafi fengið mig fullsaddan af fréttasúpunni um þennan ógæfumann, er illskiljanlegt atriði ekki enn upplýst á trúverðugan hátt: Hvers vegna dró Ríkisútvarpið það í meira en tvær vikur að koma vitneskju sinni um afbrot hans á framfæri við lögregluna? Nánar tiltekið frá 29. nóvember til 14. desember. Skyldi slíkt tómlæti teljast eðlilegt, ef ég eða einhver almennur borgari fengi vitneskju um alvarleg afbrot?

Sigurður (IP-tala skráð) 10.1.2013 kl. 22:42

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sammála Óla, einn þáttur má duga.

Svo er umræðan orðin frekar mikil fyrir minn smekk

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 10.1.2013 kl. 22:47

5 Smámynd: Elle_

Lögreglunni er kennt um of mikið.  Lögreglan ræður ekkert við að ein eða nein mál séu fyrnd, það eru stjórnmálamenn sem setja lögin um að mál geti fyrnst yfirleitt.  Níðingsmál gegn börnum (og manndrápsmál) ættu aldrei, aldrei að fyrnast.  Þessir níðingar verða ekki læknaðir.

Elle_, 11.1.2013 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband