Fyrirsát um fullveldið

Samfylking með stuðningi VG gerðu fyrirsát um fullveldi Íslands. Markmiðið með umsókninni 16. júlí 2009 var að koma Íslandi með góðu eða illu inn í Evrópusambandið.

Hönnuð atburðarás þar sem mútufé, blekkingar og einbeittur brotavilji koma við sögu hjá ríkisstjórn Jóhönnu Sig. 

Til að draga þjóðina á asnaeyrunum inn í Evrópusambandið hafa embættismenn utanríkisráðuneytisins verið viljug verkfæri vinstristjórnarinnar. Eftir kosningar verður að hreinsa til í ráðuneyti utanríkismála.


mbl.is „Þetta er fullkomlega óásættanlegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Fullveldi" who?

Er það einhver lögaðili útí bæð eða?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.1.2013 kl. 20:19

2 identicon

Ekki bara í ráðuneytum. Það verður að hreinsa til í öllum stofnunum og fyrirtækjum ríkissins, þar sem menn hafa á einbeittan hátt tekið þátt í að ljúga að þjóðinni, og afvegaleiða.

Þá liggur alveg tært fyrir, að stofna þarf rannsóknarnefnd, til að ákveða hvort ekki sé ástæða til að hefja sakamálarannsóknir.

Hilmar (IP-tala skráð) 9.1.2013 kl. 20:29

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það þarf að smúla út ekki veitir af.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.1.2013 kl. 20:53

4 identicon

Jebb.  Ég hefði viljað vera fluga á vegg á nokkrum fundum fyrri part árs 2009.  Þá virðast SF og ESB armur VG hafa samið um að sækja um í sambandið og ekki sett það neitt sérstaklega fyrir sig þó að það þyrfti að beita blekkingum til þess að ná þessu markmiði. Í framhaldinu fer lygilegt ferli af stað.

1) Svavar er sendur út að semja til þess að ná að klára Icesave áður en umsókninni er skilað inn. Hann kemur bara heim með það sem er á borðinu 6. júní 2009 og enginn úr velferðarstjórninni spáir neitt í kostnaðinn sem samningurinn hefur í för með sér.

2) Aldrei nokkurn tímann tekur neinn úr stjórninni til varna erlendis enda búið að lofa Bretum og Hollendingum að um Icesave verði samið.

3) Gengið er að kröfum Barosso um að farið skuli vel með evrópska kröfuhafa á Íslandi og í framhaldinu er skipt um plan við endurreisn bankanna. Skjaldborg um heimilin verður að brandara sem mun lifa kynslóðir.

4) Í gegnum nýja Landsbankann laumar stjórnin 300 milljörðum af gjaldeyri inn í þrotabú gamla bankans, framhjá höftunum til þess að þóknast Hollendingum og Bretum. 

Fólk sem heldur að það kosti ekki neitt að "kíkja í pakkann" ætti að hugsa sig aðeins um.

Seiken (IP-tala skráð) 9.1.2013 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband