Nasísk vörn auðmanna

„Sönnunarbyrðin hvílir á ákæruvaldinu og þeir verða aðeins sakfelldir ef það er hafið yfir allan vafa að þeir hafi tekið ákvörðun um að lána Milestone. Ákæruvaldið fær engan afslátt af sönnunarkröfum í málinu.“

Ofanritað er haft eftir verjanda Lárusar Welding. Þetta er sama vörnin og nasistar færðu fram eftir stríð: hvergi var til skrifleg tilskipun um þjóðarmorð og því ættu æðstu stjórnendur að fríkennast.

Enginn ber ábyrgð.


mbl.is Fengu níu mánaða dóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Miðað við hvað dómstólar eru venjulega lélegir er maður bara nokkuð sáttur við að þeir hafi verið dæmdir. Ég er löngu hættur að bera virðingu fyrir dómstólum (bæði héraði og hæstarétti) hér og veit að ég er ekki einn um þá skoðun.

Ég bíð sömuleiðis spenntur eftir því að Jón Ásgeir fái fleiri dóma.

Stærsta málið er samt ábyrgð endurskoðenda, dómstólar verða að láta endurskoðendur bera ábyrgð á sinni vinnu. FME byggði sitt eftirlit m.a. á því hvort endurskoðendur árituðu ársreikninga bankanna.

Ábyrgð endurskoðenda er mikil og ótrúlegt að þeir hafi sloppið fram að þessu! Hver einn og einasti endurskoðandi sem kom nálægt bönkunum á að fá þungan dóm enda fengu þeir háar greiðslur fyrir sína vinnu og svipta á þá starfsréttindum ævilangt. Senda þarf skýr skilaboð varðandi svona vinnubrögð. Spurningin er: Fengu þeir greitt sérstaklega fyrir að snúa blinda auganu að sumu varðandi bankana og vanrækja þar með skyldur sínar? Um er að ræða mörg tilvik enda þurfa þeir að árita ársreikninga banka í það minnsta árlega! Það gerir hlut þeirra enn alvarlegri enda um kerfisbundinn dómgreindarbrest (eða eitthvað annað) að ræða en ekki einstök tilvik!

Helgi (IP-tala skráð) 28.12.2012 kl. 16:37

2 identicon

Það má draga ályktun af þessum dómum.

Það er í lagi að beygja og brjóta lög ef maður er er að fylgja eftir skipunum frá Jóni Ásgeiri Jóhannsyni.

Hvenær verður aðal ræningin í Kardemommubæ dæmdur ?

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 28.12.2012 kl. 16:50

3 identicon

Þetta er reyndar sama vörnin og allir sem einhverntíman hafa sætt ákæru hafa uppi. Það er hluti af grundvallar mannréttindum að fólk sé ekki dæmt nema glæpur hafi verið framinn og brot sannist. Nokkuð sem dómstóll götunnar og bloggheimur hefur megnustu óbeit á. Lifi Lúkas!

sigkja (IP-tala skráð) 28.12.2012 kl. 17:39

4 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Tilgangurinn með því að ná völdum í Glitni var að ræna bankann innanfrá. Það virðist hafa gengið eftir. Þetta voru kannski kallaðar "lánveitingar", en í raun var þarna allt annað á ferðinni, þjófnaður mundu sumir segja.

Guðmundur Pétursson, 28.12.2012 kl. 17:51

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Er þetta hin meinta ábyrgð sem þessir menn voru sagðir bera á þeim tíma sem það var notað til að réttlæta himinháar launagreiðslur til þeirra?

Guðmundur Ásgeirsson, 28.12.2012 kl. 18:54

6 identicon

Hvernig vilt þú hafa lögin og sönnunarbyrðina? Er það ekki hlutverk saksóknara að sýna fram á sekt, að tiltekin lög hafi verið brotin, eða á saksóknari að semja lögin jafnharðan eftir eigin geðþótta?

Jónas Kr (IP-tala skráð) 28.12.2012 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband