Breivik er ekki bandarískur

Jón Gnarr þykist kunna að menna Bandaríkjamenn um byssueign enda sjálfur byssueigandi og hleypti af í þéttbýli á barnsaldri. Borgarstjórinn í Reykjavík stekkur á hraðlest fordæmingarinnar á Bandaríkjamönnum í kjölfarið á barnamorðum annars vegar og hins vegar viðtalsþætti í sjónvarpi.

Kjósendur Jóns Gnarr og bandamenn hans í vinstriflokkunum ljúka lofsorði á innsæi borgarstjórans.

Aðrir rifja upp á fjöldamorðinginn Andreas Behring Breivik var ekki Bandaríkjamaður heldur norskur. Byssulöggjöfin hvorki býr til morðingja né verndar almenning og börn fyrir morðingjum.


mbl.is „Hálfvitar með riffla“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Íslenskir vinstrimenn hafa það gjarnan um greindarstig Bandaríkjamanna, að þeir kusu George Bush yngri sem forseta.

Sömu vinstrimenn eiga ekki til orð um snilld Jóns Gnarr.

Íslenskir vinstrimenn ættu að þegja oftar.

Hilmar (IP-tala skráð) 26.12.2012 kl. 19:37

2 identicon

Ég er hægrimaður en finnst lítið til koma með greindarstig Bandaríkjamanna að hafa kosið Bush yngri sem forseta. Tvisvar.

Og þar með finnst mér Jón Gnarr frekar ódýr að hefja sjálfan sig upp með að gagnrýna svo augljósan hlut sem fáránleika byssueignar nefndrar þjóðar.

Og Obama alltaf jafn óheppilegur í sínum ákvörðunum með að ætla eingöngu að takmarka sölu hríðskotavopna í landinu. Sem hefur aukið sölu - og hættuna þar með. Ætti hann ekki að vera farin að þekkja sitt heimafólk?

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 26.12.2012 kl. 20:06

3 identicon

Það er merkilegt að þegar evrópskir vinstrimenn hafa aðrar skoðanir en þjóðin sem á flesta af fremstu háskólum heims, flesta nóbelsverðlaunahafa, hefur staðið fyrir megninu af tækniframförum síðustu aldar og setti mann á tunglið og vélmenni á Mars, þá finnst hinum evrópsku vinstrimönnum það alltaf liggja í augum uppi að ástæðan hljóti að vera heimska og almenn fáfræði hinna síðarnefndu.

Vissulega er byssumenning Bandaríkjamanna þjóðarsérviska sem er álíka undarleg í okkar augum og áfengismenning vesturlanda hlýtur að vera fyrir fólki í þeim múslímalöndum þar sem áfengi hefur aldrei verið leyft. Eins er það alveg rétt að morðtíðni í Bandaríkjunum er mjög há á mælikvarða þróaðra ríkja.

Hinsvegar er, á heimsvísu, engin fylgni á milli byssueignar og morðtíðni og í Sviss er það mjög algengt að fólk eigi hríðskotariffla (ríkið afhendir svissneskum piltum slíkan grip til eignar á tvítugsafmælinu vegna herskyldu). Það er því býsna langsótt að byssueign í Bandaríkjunum sé megin orskaþáttur varðandi morðtíðnina og í raun ekki víst að hert byssulöggjöf myndi lækka hana nokkuð.

Fjöldamorð þekkjast líka víðar en í Bandaríkjunum og eru mun tíðari en halda mætti af fréttaflutningi. Hér er listi af Wikipedia. Hann er ekki tæmandi og því erfitt að draga ályktanir um tíðni en það er áhugavert að renna yfir fjöldamorð síðustu tíu ára og athuga hver þeirra maður kannast við úr fréttum. Í mínu tilviki mundi ég bara eftir þeim Bandarísku.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 26.12.2012 kl. 20:15

4 identicon

Það er langt fyrir neðan virðingu manns með greindarvísitölu Jóns Gnarrs að tala svona og hann verður sér til minnkunnar með mislukkuðum tilraunum til að afla sér vinsælda hjá hálfvitum með þessum þætti. Þær verða minni en til stóð, skammvinnar og einskis virði þegar upp er staðið. Með heimskulegum alhæfingum sínum á hillbilly-level fara aftur á móti mörg stórkostleg tækifæri forgörðum hjá honum á meðan, og margt sem var í býgerð verður dregið til baka, af því verðandi velgjörðarmenn hans munu ekki lengur treysta honum. Smá ráð Jón: Hættu núna eða þetta verður bráðum allt búið. Mér þykir það leitt ef svo er. Þú varst varaður við...gangi þér vel.

Hissa... (IP-tala skráð) 26.12.2012 kl. 20:38

5 identicon

Það væri eftir Grrrr að hafa gleymt að sæka um byssuleyfi...svo er ólöglegt að veiða með skammbyssu á Íslandi...þó þær séu notaðar til atkvæðaveiða sumstaðar....

Almenningur (IP-tala skráð) 26.12.2012 kl. 20:41

6 identicon

Moggamenn eiga greinilega erfitt með lestur, þrátt fyrir að vera búnir að leiðfrétta fréttina alla vega einu sinni er hún enn ekki rétt. Lítið á frumheimildina.

Karl (IP-tala skráð) 26.12.2012 kl. 21:23

7 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Það er umhugsunarvert í þessu að fáir virðast sklja að réttur til að eiga vopn er í stjórnarskrá BNA til þess að þegnar landsins geti varið sig. Þarna er lyliatriða að verið er að tala um að verja sig fyrir stjórnvöldum á hverjum tíma ekki síður en öðrum borgurm. 

Guðmundur Jónsson, 26.12.2012 kl. 22:55

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Innsæi borgarstjórans vísar til ástar eða ótta,eins og annað þeirra eyði hinu. Fáránlegt ef hugsun um ást sé kærleikurinn sem Biblían boðar og bannað var að gefa börnum í skólum borgarinnar. Rétt eins og okkur hryllir við hræðilegum morðunum,ætla ég að minna á hvað Jón Gnarr og vinstri menn eru að gera,á annan hátt en lítt áberandi,; Killing them softly,,

Helga Kristjánsdóttir, 27.12.2012 kl. 07:08

9 identicon

Mér finnst alltaf jafn hlægileg tilvitnunin í byssueign svisslendinga. Jú, rétt er að vélbyssur eru þar víða, en þær þurfa sérstök skot og þau eru ekki til boða. Ef mætt er á æfingu hjá hernum fást skot afhent, en ekki ein patróna fer út fyrir svæðið. Hættið nú að vitna í byssueign svisslendinga er krítisert er eign þeirra bandaríkjamana.

Jón Páll Garðarsson (IP-tala skráð) 27.12.2012 kl. 09:20

10 identicon

@Jón Páll. Takk fyrir að koma þessu til skila. Kveðja, frá Sviss.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 27.12.2012 kl. 09:23

11 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Las nú út úr máli Jóns Gnarr að hann hafi verið að tala um aðgengi að byssum. Og m.a. að hann sem unglingur hafði aðgang að skammbyssu sem hann prófaði að skjóta af. Og það hafi veirð inntakið hjá honum að það þurfi að takmarka aðgengi að byssum. Og þær byssur sem fólk á séu geymdar á tryggum stöðum. En það má náttúrulega snúa út úr orðum hans ef það þjónar tilgangi manna.  Ætli það sé ekki menningin í USA og aðgengi að morðvopnum sem veldur því að um 10 til 15 þúsund séu skotin árlega þar. Og auðvita ef að það eru risa samtök sem halda því fram að besta vörn fyrir fólk gegn því að verða skotinn sé að vera vopnaður sjálfur þá er ekki við góðu að búast.

Magnús Helgi Björgvinsson, 27.12.2012 kl. 09:41

12 identicon

Reykvíkingar hljóta að sofa rólegri vitandi af borgarstjóra á ferð með byssu í hvorri hönd tilbúinn að vernda okkur fyrir helvítis ameríkumönnunum. Ísbirnina mun borgarstjórinn líka verja til síðasta blóðdropa og  skjóta hvern þann sem ógnar öryggi þeirra.

Grímur (IP-tala skráð) 27.12.2012 kl. 09:57

13 identicon

Georg Bjarnfreðarson skrifaði færsluna.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 27.12.2012 kl. 11:16

14 identicon

Þegar menn stundarbrjálast, sem gerist reglulega víðs vegar um heim, þá skiptir máli hvaða aðgengi þeir hafa að vopnum. Adam Lanza hafði ótakmarkað aðgengi að vopnum og skotfærum. Menn sem undirbúa sig mjög lengi eins og t.d. Breivik eru af allt öðru kaliberi og mjög erfitt að eiga við þá nema með öflugum forvirkum rannsóknaraðferðum.

Ögmundur og hans bakland í UVG og Saving Iceland má náttúrulega ekki heyra á slíkan óskunda minnst.

Bárðdal (IP-tala skráð) 27.12.2012 kl. 12:35

15 Smámynd: Skeggi Skaftason

Byssulöggjöfin hvorki býr til morðingja né verndar almenning og börn fyrir morðingjum.

Þetta er ekki rétt hjá þér Páll.

Tölfræði milli landa sem og fyrir og eftir breytingar á bysulöggjöf sýnir að ströng byssulög virðast hafa veruleg áhrif á morð og dánartíðni af völdum skotvopna. Skoðaðu t.d. tölfræðilegar upplýsingar frá Ástralíu og Bretlandi.

Í öllum löndum eru til hálfvitar og vitfirringar. Það er einfaldlega öruggara að slíkir menn hafi sem minnst aðgengi að hættulegum vopnum.

Skeggi Skaftason, 27.12.2012 kl. 13:03

16 identicon

Er ekki óhætt að segja að herlög gildi í landi þar sem hægt er að handtaka fólk fyrir það eitt að ætla að taka peninga út úr banka?

http://www.dv.is/frettir/2011/10/15/reyndu-ad-taka-ut-peninga-og-voru-handtekin/

Obama gerir sig breiðan gagnvart starfsmönnum á plani. Hann er sannkallaður aumingi.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 27.12.2012 kl. 13:35

17 identicon

Mjög kjánalegt að bera saman það sem gerðist einu sinni í Noregi við það sem er að gerast stanslaust í Bandaríkjunum. Það er aldrei hægt að stoppa allt en það er hægt að koma í veg fyrir margt af þvi sem hefur gerst með stífari reglum um byssueign. Hvað hafa oft orðið skotárásir í Bandaríkjunum þar sem byssulögin eru léleg m.v. annarsstaðar þar sem byssulöggjöfin er stífari?

... (IP-tala skráð) 27.12.2012 kl. 15:22

18 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ég veit að þetta hljómar barnalega, en ég vil banna allar byssur og rifla, líka Gnarrs...

Ég lærði á haglabyssu 13 ára og særði hænu þannig að aflifa þurfti hana. Vann fyrstu verlaun 1999 í Kaupmannahöfn í skotfimi á meðal færustu gæsaveiðimanna. Skauð 12 diska af 20 en aðal skytta KLH skaut 11, við vorum um 2000 manns. "Helvede!!....Islændingen har vunnet!"

Þekki tilfinninguna um "vald" sem fylgir byssum og skotvopnum og hef jafnvel tekið þátt í stríði stutt 1991 (Balkan).

Ég fyrirlít byssur og riffla sem "vopn" og sendi son minn á námskeið í skilmingum. Byssur eru fyrir hugleysingja og hrædda, ekkert annað. Þetta vopn hefur breytt siðferði manneskjunnar til hins verra meira en öll vopn mannkyns tilsamans.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 27.12.2012 kl. 16:05

19 identicon

Fíflaskapur að reyna að nota Breivik sem rökstuðning að ástandið í evrópu sé ekkert skárra en í USA.

Bara fíflaskapur, og svívirðileg óvirðing við fórnarlömb þessara glæpa.

Sigurður (IP-tala skráð) 27.12.2012 kl. 16:06

20 identicon

Jón Páll: Skotfæri geymdu Svisslendingar heima hjá sér til 2007 og morðtíðni var svipuð og nú (svo eru skotvopn svissneska hersins ýmist innflutt eða framleidd til útflutnings líka og nota NATO-stöðluð skotfæri en ekki "sérstök skot").

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 27.12.2012 kl. 17:12

21 identicon

"þú ert einstaklega heimskur maður"

Jóhann (IP-tala skráð) 27.12.2012 kl. 19:39

22 identicon

Í guðanna bænum afvopnið fíflið hann Gnarr og deporterið honum til USA.

Aggi (IP-tala skráð) 27.12.2012 kl. 19:56

23 identicon

Mín vegna má líka senda fíflið þungvopnaðan í þýska bunkerinn þar sem Dolli hírðist, skítandi á sig af hræðslu síðustu dagana fyrir fall 3. ríkisins.

Aggi (IP-tala skráð) 27.12.2012 kl. 20:00

24 identicon

Flott hjá þér Anna að skjóta helv.. danina niður.

Ég er einnig góð skytta af náttúrunnar hendi, hitti nánast allt sem ég miða á án þess að hafa lært eða unnið fyrir því.

Ég er ósammála því að banna eigi skotvopn !

Ég vil tilgreyna nokkrar ástæður (ég hef átt skotvopn í 20 ár, hálft mitt líf, án vandræða):

Skotvopn sem tengist veiðum er ómetanlegt til að fanga hröð eða fleyg dýr.

Skotvopn milli áhugamanna myndar góðanfélagskap líkt og frímerkjasöfnun.

Enþegar kemur að skammbyssum þá er ég sammála einu:

Skotvopn gerir áttræða ömmu jafn kraftmikla og öflugustu sterahandrukkara sem til eru.

Vissulega eykur aðgangur að skotvopnum líkur á því að óstöðugur einstaklingur spenni gikkinn...sama má segja um flest.

En undarlegt er að sjá að margir (sérstaklega einn hópur)sem klikkast yfir frjálsri vopnaeign USA manna eru einmitt þeir sem lobbíast fyrir frjálsum eiturlyfjum.... vinstri menn þekkja ekki hræsni þótt hún migi framan í þá..það er því miður staðreynd (lesið þeirra skrif með opnum huga )og það er einmitt ástæðan fyrir því að ég fyrirlít vinstra pakkið !!!

Gleðileg jól...

runar (IP-tala skráð) 27.12.2012 kl. 22:35

25 Smámynd: Halldór Jónsson

Jón G.Narr hefur blandað sér í heimsmálin með afgerandi hætti. Hann hefur nægt vit til að miðla Bandaríkjamönnum á sinn viðkunnanlega hátt.

Canadamenn eiga jafnmargar eða fleiri einkabyssur en Bandaríkjamenn. Norðmenn líka. Þar geyma liðsforingjar vopn sín heima. Líka í Sviss.

Sá sem á vopn er ábyrgur fyrir geymslu þess. Hann má ekki lána það öðrum.

Vilji glæpamaður kaupa sér byssu á svörtu þá er það allstaðar mögulegt. Hér, þar og allstaðar.

Mér ofbýður margt sem fólk skrifar um byssur. Það er svo miklu auðveldara að æpa en hugsa.

Halldór Jónsson, 27.12.2012 kl. 23:33

26 identicon

@runar: "Skotvopn sem tengist veiðum er ómetanlegt til að fanga hröð eða fleyg dýr"

Hvernig fangaru dýr með skotvopnum? Ég hélt að betra væri að skjóta dýrin.

Steinar (IP-tala skráð) 27.12.2012 kl. 23:45

27 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Rúnar, ég hef komist að því að bogi er mun erfiðari og meira varið í slíka iðju. Ásamt því að nota spjót og sverð. Byssan gefur alrangar hugmyndir um okkur sjálf sem manneskjur!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 28.12.2012 kl. 00:10

28 identicon

Guð minn almáttugur...

Skúli (IP-tala skráð) 28.12.2012 kl. 13:19

29 identicon

runar: "

En undarlegt er að sjá að margir (sérstaklega einn hópur)sem klikkast yfir frjálsri vopnaeign USA manna eru einmitt þeir sem lobbíast fyrir frjálsum eiturlyfjum.... vinstri menn þekkja ekki hræsni þótt hún migi framan í þá..það er því miður staðreynd (lesið þeirra skrif með opnum huga )og það er einmitt ástæðan fyrir því að ég fyrirlít vinstra pakkið !!!

Gleðileg jól..."

Fyrirgefðu, en hvað áttu við?  Ég veit ekki betur en að SUSarar sem ég hélt að væri á hægri skalanum styðji það að fíkniefni yrðu gerð lögleg á meðan t.d. UVG eru á móti því. Er það kannski bara eitthvert óþol sem dregur þig áfram í að skrifa svona skringilegheit eins og reyndar fleiri hér að ofan?

En eins og Halldór Jónsson segir þá er alls staðar mögulegt að kaupa byssu (og eiturlyf) á svörtum markaði. Að því leyti er gagnrýni SUSara skiljanleg.

Skúli (IP-tala skráð) 28.12.2012 kl. 13:27

30 identicon

Skúli...ekkert mál vinur við skynjum veröldina með mismunandi hætti og ekkert að því.

SUS gengið er full frjálslegt og lögleiðing fíkniefna er líklega það eina sem tengir þá við hippaliðið þótt UVG hafi mögulega ritað gegn lögleiðingu, ég hef átt samræður við mikið af þessu liði og andstaða gegn fíkniefnum er þeim ekki, sannarlega ekki í blóð borin.

SUS gengur ekki í takt við mig í flestum málefnum svo það sé á hreinu en ég er samt sem áður harður hægri maður.

Það er auðvelt að flokka fólk eftir því hvar það liggur pólitísk séð, þessu hlýtur þú að hafa tekið eftir.

Ég tek oft stórt upp í mig, stundum of stórt...skaplyndi mitt veldur því og vissulega hef ég stundum þurft að útvatna það sem ég legg frá mér.

Í þetta skiptið tel ég mig ekki hafa gengið of langt í notkun lýsingarorða en sannarlega er það rétt hjá þér að bráðaofnæmi mitt fyrir hræsni vinstra fólks litar margt sem ég rita hér í netheimum sem og því sem ég mæli í raunheimum.

Þannig er nú það því miður... en enginn er fullkominn minn kæri...

runar (IP-tala skráð) 28.12.2012 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband