ESB-aðild og Kína-fríverslun ósamrýmanlegt

Evrópusambandið gerir fríverslunarsamninga fyrir hönd aðildarríkja sinna. Ef Íslandi yrði aðili að ESB væri fyrsta verk að segja upp öllum fríverslunarsamningum.

Samningaviðræður við Kína um fríverslun  eru langt komnar eftir stutt hlé sem varð á þeim rétt í kjölfar ESB-umsóknar Íslands sumarið 2009.

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og ríkisstjórnin skulda þjóðinni skýringu á því hvers vegna tvenn gagnkvæmt útilokandi samningaferli við erlend stórveldi standa samtímis yfir.


mbl.is Góður gangur í fríverslunarviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

mér finnst Össur ekki skilda neina skýringu. það er ekkert að því að skoða samning við 2 aðila í einu. sennilega bara mikið vit í því

Rafn Guðmundsson, 21.12.2012 kl. 21:47

2 identicon

Páll vor góður.

 Ekki biðja Össur um skýringar !

 Hversvegna ekki ?

 Jú, einfaldlega vegna þeirra óbreytanlegur staðreyndar að hann er haldinn ólæknandi þráhyggju.

 Fræðibækur segja að slíkt sé nærri ólæknandi - því miður !

Kalli Sveinss. (IP-tala skráð) 21.12.2012 kl. 21:52

3 identicon

Sæll. 

Atvinnuleysi innan ESB ríkjanna er nú að meðaltali 11,6% en var 10% fyrir ári síðan. Atvinnuleysi á Spáni og Grikklandi hjá þeim eru undir 25 ára er yfir 50%. Glæsilegt?

ESB skiptir sér kinnroðalaust af innanríkismálum landa og beitti okkur t.d. kúgun í sambandi við Icesave, þá gat framkvæmdastjórnin ekki einu sinni farið eftir eigin reglum.

Framkvæmdastjórnin spáir 0,1% hagvexti á öllu svæðinu á næsta ári. Glæsilegt?

Skuldastaða ríkja innan ESB heldur áfram að versna vegna þess að efnahagslíf þeirra stækkar ekki.

ESB er skrifræðisbákn og endurskoðendur fást ekki til að samþykkja ársreikninga framkvæmdarstjórnarinnar. Framkvæmdastjórnin vill auka fjárframlög til sín en leggur jafnframt að aðilarríkjum að þau spari. Sér enginn hræsnina í þessu? 

Við erum heldur ekkert á leiðinni að taka upp evru á næstunni. Kannast aðildarsinnar ekki við Maastricht skilyrðin?

Hvað er það í pakkanum sem við þurfum að kíkja á? Atvinnuleysið? Lítinn hagvöxt? Skrifræðisbáknið?

Helgi (IP-tala skráð) 23.12.2012 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband