Barn skrifar morðingja

Andres Behring Breivik myrti kaldrifjað börn og unglinga á æskulýðsmóti í Noregi. Frétt um að börn skrifi Breivik kemur illa við fólk, væntanlega vegna þess að flestum þykir ekki ástæða til að eyða orðum á morðingjann.

Börnin sem skrifa Breivik þekkja hann ekki. Þau bregðast við ímyndinni af morðingjanum sem fjölmiðlar hafa búið til. Í augum fullorðinna birtist Breivik sem flatur, tilfinningalaus og ómerkilegur ungur maður sem sökkti sér í tilbúna veröld tölvuleikja. Í augum barna kom Breivik fyrir sjónir sem snyrtilegur og viðfelldinn maður sem komst við í réttarsalnum þegar honum þótti ekki rétt með farið um tilefni morðanna.

Barn velur fremur mynd en texta til að skilja heiminn.


mbl.is Breivik fær bréf frá börnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er hann ekki bara frægasti Norðmaðurinn?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.12.2012 kl. 09:38

2 Smámynd: Sigurður Rósant

Börnum er kennt að tilbiðja guð Hebrea. Hann er öflugasti barna- og fjöldamorðingi sem sögur fara af, ef marka má frásagnir Mósebókanna. Drap alla frumburði Egyptalands. Og gáið að, frumburðir geta verið unglingar og fullorðnir líka. Konur, börn og gamalmenni.

Sigurður Rósant, 18.12.2012 kl. 10:10

3 identicon

Tölvuleikja? Þetta er ofurkrissi sem sá múslíma sem grýluna miklu

DoctorE (IP-tala skráð) 18.12.2012 kl. 10:35

4 identicon

Börn skemmta sér þegar Grýla mætir á jólaskemmtun en hún er einmitt þekkt fyrir að háma í sig óþekk börn. Kannski börnin í Noregi telji sig örugg ef þau eru í réttum stjórnmálaflokki.

Karl (IP-tala skráð) 18.12.2012 kl. 13:45

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ekki er ég nægjanlega minnug á það sem ég hef lesið í biblíunni,en minnir þó að höfðingjinn Heródes hafi líflátið öll sveinbörn,þannig að þau ógnuðu ekki veldi hans. Doksi,sá sem þú kallar ofurkrissa,er auðvitað Kristur sem dó fyrir þig kall minn,hann hafði ekki kynnst Múslimum í sínu jarðneska lífi,hann hræddist engan samanburð,stóð keikur fyrir framan böðla sína,óspilltur,bannaði meira að segja lærisveinum sínum að leggja til þeirra með vopnum.

Helga Kristjánsdóttir, 19.12.2012 kl. 02:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband