Krónan, fræðiheiður Stefáns Ólafs og RÚV-börnin

Fréttabörnin á RÚV keppast við að fleyta heimskuna af þjóðfélagsumræðunni og birta mesta bullið. Eitt RÚV-barnanna sá blogg Stefáns Ólafssonar um krónuna og ákvað hér væri komið efni eins og sniðið í RÚV.

Fréttin gengur út á það að vegna krónunnar hafi hér orðið mesta kaupmáttarhrun í allri Evrópu. Stefán Ólafsson prófessor segir krónunni um að kenna. En svo bætir Stefán við, og RÚV-barnið lepur upp, að ástandið hafi batnað nokkuð á á síðustu tveim árum.

Halló, við höfum enn krónuna og samt er ástandið að batna, segir prófessor Stefán. Hvernig getur krónan bæði verið ástæða þess að kaupmáttur minnkar og að kaupmáttur eykst?

Allir sem ekki eru annað tveggja prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands eða RÚV-barn vita að gjaldmiðlar eru verkfæri en ekki sjálfstæður efnahagslegur veruleiki. Gengi gjaldmiðla ræðst bæði af mannasetningu, s.s. stjórnun efnahagsmála og markaðsaðstæðum, og náttúrafla (aflabrestur, fellibyljir, jarðskjálftar).

Gjaldmiðill er hvorki upphaf auðlegðar né orsök fátæktar. Í öllum samanlögðum hagfræðibókmenntum heimsins er ekki til uppskrift að heppilegustu stærð gjaldmiðlasvæðis. Íslenska krónan fyrir 300 þúsund manns á jafn mikla möguleika að vera þjált verkfæri og hvaða mynt önnur, sama hvort um sé að ræða bandaríkjadal, evru, jen eða norsku krónuna.

Stefán Ólafsson er í tvöföldu hlutverki fræðimanns og hugmyndafræðings Samfylkingar. Í ákafa sínum að halda lífi í þeirri blekkingu Samfylkingar að ,,krónan sé ónýt" fórnar Stefán fræðikröfunni um lágmarkssamkvæmni í greiningu.

Samkvæmt Stefáni er krónan bæði orsök kaupmáttarrýrnunar og ástæða kaupmáttaraukningar. Maður þarf ekki að vera Einstein til að sjá að það er bull. En RÚV-barni er vorkunn; þar er jú samkeppnin hörð um mestan hálfvitaháttinn.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég reyndi apð hlusta á viðtalið við hann í kvöldfréttum útvarpsins í gær. Ég reyndi mikið en aulahrollurinn var svo mikill að ég varð að slökkva. Stefán er svo fræðilega gjaldþrota að það er sorglegt.

Björn (IP-tala skráð) 15.12.2012 kl. 14:30

2 identicon

Bíddu við Páll minn. Það er örlítið meiri dýpt (e.t.v. óvart) í fræðimennskunni hans Stefáns. Hann viðurkennir að "norræna velferðarstjórnin" notaði 40% gengisfellingu krónunnar til að flytja fjármagn frá almenningi í landinu til útflutningsatvinnuveganna.

Efnahagssnilld þessarar aumu ríkisstjórnar er einmitt fólgin í því að láta almenning í landinu blæða fyrir falskan "gróða" útflutningsgreina til að stoppa upp í fjárlagahallann.

Tæpast mun hernaðurinn gegn heimilum landsmanna hafa verið rekinn á miskunnarlausari hátt en í tíð flugfreyjunnar og íþróttafréttamannsins, enda fraukan á hraðri útleið úr stjórnmálum og Langanesþursinn með 199 atkvæði á bak við sig í forvali - af 722 á kjörskrá.

Jafnvel Gylfi Arnbjörnsson, STASÍ formaður, er loksins búinn að fá nóg!

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 15.12.2012 kl. 15:16

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Jú, Hilmar, almenn analísa á efnahagsþróun eftir hrun er um það bil þessi: krónan féll, hagvöxtur tók við sér og þeir hafa vinnu sem nenna. Um það mætti hafa mun fleiri orð en þetta er kjarninn. Ef vitglóra hefði verið í ríkisstjórnarflokkunum hefðu þeir tryggt sér stöðu sem bjargvættir lands og þjóðar - en núna eru þeir forsmáð úrhrök, samanber uppgjöf Gylfa á því að vera samfylkingarmaður.

Páll Vilhjálmsson, 15.12.2012 kl. 15:26

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Páll, Stefán er nú líka titlaður sem talsmaður Samfylkingarinnar. Hann hefur líka skrifað mjög lítið um skjaldborgina sem ríkistjórnin hefur slegið um vogunarsjóðina, erlenda útrásarvíkinga, sem fá skotleyfi á íslenskan almenning og íslensk fyrirtæki. Það óþægilegast sem Stefáni finnst um tíma þessarar ríkisstjórnar þegar hann í framhaldi af jafnaðartali hans, hann sjálfur er spurður hvernig hans eigin kjör eru ,,jöfnuð". Fyrir hann hefur þessi tími verið gósentíð,  bitlinga frá ríkisstjórninni. Rýrnandi kjör almennings taka hins vegar toll af heilsu hans, því Stefán birtist mjög þrútinn í viðtölum síðustu mánuðina. 

Sigurður Þorsteinsson, 15.12.2012 kl. 15:52

5 identicon

Aðalsmerki fræðimansins Stefáns er að búa til hagkvæma niðurstöðu og reikna svo afturábak þetta er þekkt aðferð í verkfræði "reverse engineering" þar sem maður tekur hlut og reynir að finna út hvernig hann er búinn til. En þar eru hlutirnir raunverulegir, en það eru gjafirnar frá jólasveinunum að vísu líka þannig að við hljótum að líta á niðurstöður Stefáns sem huglægar líkt og messu prestins.

Grímur (IP-tala skráð) 15.12.2012 kl. 16:19

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hann gerði nú ekki annað en segja það augljósa. Að LÍÚ klíkan hefði hrifsað fjármuni af almenningiog troðið í sína feitu vasa. Að sjálfsögðu eru launþegar hjá þeirri klíku ekki ánægðir með að bent sé á slíkar staðreyndir. það er vinnan þeirra að ljúga að almenningi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.12.2012 kl. 16:26

7 identicon

Merkilegt staðreynd að ríkisstjórnarliðar sjá fyrst ástæðu til þess nú, að gagnrýna Gylfa og ASÍ. Spurningin er sú, ef svona mikið er athugavert við Gylfa og ASÍ, af hverju tekur það tæp fjögur ár að koma fram, og af hverju kemur þeta bara fram, eftir að hann gagnrýnir ríkisstjórnina og segir úr Samfylkingunni?

Varðandi efni pistilsins, þá ætti það náttúrulega að veran undrunarefni, að Stefán skuli hafa svona lítið vit á efnahagsmálum.

En það er ekkert undrunarefni, Stefán er ekki alger vitleysingur. Hann veit að eina leiðin til að ljúga þjóðina inn í ESB er í gegnum gjaldmiðlamál. Þar treysta Samfylkingarmenn á heimsku þjóðarinnar. Ef menn taka evruna í burtu, þá er ekki nokkur einasta leið til að finna eitt einasta mál, sem gæti bætt stöðu Íslands, væri það innan ESB. Þvert á móti, öll rök falla að því, að Íslandi vegnaði verr innan ESB. Sú hefur verið reyndin hjá öllum jaðarríkjum ESB.

Hilmar (IP-tala skráð) 15.12.2012 kl. 16:32

8 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Hilmar hvernig í ósköpunum getur eitthvað ósýnilegt afl, líkt og þyngdaraflið, flutt peninga af mínum reikningi yfir á reikning útflutningsfyrirtækja?

Þessi frasi hans Stefáns er vægast sagt þvættingur og maður kemst ekki hjá því að hugsa sem svo að það hljótið að búa einhverjar annarlegar hvatir að baki þess sem þetta segir og það í fjölmiðlum. Ríkisútvarpið heldur kannski að eftir að hafa fengið trauststimpil, þá sé fínt að koma með svona frétt. Svona rakalaus ummæli eru ekkert annað en niðurrifsstarfsemi á landi og þjóð og geta ekki verið sögð nema til þess eins.

Ég í einfeldni minni vill halda því fram að fall krónunnar sé orsök þess að tekjur útflutningsveganna hafi aukist. Afleiðing þess að hún féll er ljós og þarf ekki frekari skýringa við en að koma fram sem prófessor og halda því fram að útflutningsgreinar landsins séu að mergsjúga almenning er náttúrulega ekkert annað en lygi. Ég held að þessi prófessor ætti að verða tekinn upp að töflu og látinn leiða þessa þvælu út.

Sindri Karl Sigurðsson, 15.12.2012 kl. 18:07

9 identicon

Sindri Karl Sigurðsson, 15.12.2012 kl. 18:07: Sæll Sindri Karl. Þér er auðvitað frjálst að halda hverju sem þú vilt fram í einfeldni þinni.

Þín einfeldni breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd að jafnvel Gylfi Arnbjörnsson hefur tekið eftir því að aðferðafræði "norrænu velferðarstjórnarinnar" síðustu þrjú (+) árin hefur byggst á því að beita lággengisstefnu markvisst til að hámarka afurðaverðmæti útflutningsgreina, sem aftur skilar sér í jákvæðum viðskiptajöfnuði, minnkandi fjárlagahalla - og kaupmáttarskerðingu almennings í landinu með tilheyrandi uppboðum á fasteignum og skelfilegri stöðu ungra barnafjölskyldna.

Til að bæta gráu ofan á svart beitir Seðlabankinn okurvaxtastefnu í stað þess að lækka vexti til að "koma hjólum atvinnulífsins af stað".

Reyndar er klárlega engin glóra í stjórnun Seðlabankans meðan höfundur flotgengisstefnunar, fuglinn Már, ræður þar ríkjum.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 15.12.2012 kl. 18:29

10 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Ég held nú reyndar að krónan eigi eftir að fara verulega niður, það er eitthvað fyrirbæri til sem heitir aflandsgengi íslenskrar krónu og hún fer örugglega niður í það.

Varðandi Stefán, þá láta menn ekki svona setningar út úr sér:

„Tekjur heimilanna eru í raun fluttar beint í einni svipan til útflutningsatvinnuveganna. Og þar eykst hagnaður og batnar afkoma,“ segir Stefán. Það skili hinum almenna neytanda hér á landi litlu. „Það eina sem gerist er að hagnaður eigendanna stóreykst og það eru heimilin sem greiða fyrir það, og enginn annar.“

og þykjast síðan vera einhverjir prófessorar í hagfræði. Hefði trúað Hannesi Hólmsteini til þess að koma með svona bull en hann er jú heimspekingur og því eðlilegt að svonalagað kæmi frá honum.

Þú getur síðan reynt að útskýra fyrir mér hvernig útflytjendur komast inn á mína bankabók til að hirða af mér launin.

Sindri Karl Sigurðsson, 15.12.2012 kl. 18:49

11 identicon

Jú, sjáðu nú til Sindri Karl. Þetta er hagfræði 101. Stjórnvöld ("norræna velferðarstjórnin") beittu sér fyrir lággengisstefnu í kjölfar efnahagshruns. Þessi lággengisstefna (passa upp á að gengið styrkist örugglega ekki) helgast af því að lækkað afurðaverð á erlendum mörkuðum skapar aukna eftirspurn eftir vörunni (t.d. fiskafurðir, ál ofl.).

Sjávarútvegurinn, sem lapti dauðan úr skel í góðærinu, gengur nú í endurnýjun lífdaga og stöndug sjávarútvegsfyrirtæki hafa efni á því að borga starfsmönnum sínum ISK 400.000,- jólabónus - á kostnað þjóðarinnar!

Stjórnvöld slá um sig og benda heimsbyggðinni á hinn "undraverða efnahagsbata á Íslandi", þar sem tekist hefur á 3 - 4 árum að loka hundraða milljarða fjárlagagati - á kostnað þjóðarinnar.

Ungar íslenskar barnafjölskyldur, 25 - 40 ára, eru að sligast undan tæplega eitthundrað milljarða skuldabagga - í boði stjórnvalda, sem þóttust ætla að slá skjaldborg um heimilin í landinu, en slógu óvart skjaldborg um útflutningsatvinnugreinarnar - með því að beita lággengisstefnunni markvisst.

Sjávarútvegurinn, sem vel að merkja skuldar 700 milljarða króna(!) baðar sig skyndilega í ofsagróða sem hann fær á færibandi frá stjórnvöldum, gegn því að skila vænum hluta af ránsfengnum í ríkishítina - í boði stjórnvalda.

Til að einfalda þetta enn frekar fyrir þig Sindri Karl þá komust útflytjendur ótæpilega inn á þína bankabók í boði stjórnvalda.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 15.12.2012 kl. 19:43

12 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Þetta er náttúrulega rakalaust bull að halda því fram að ljóti kallinn í öllu þjóðfélaginu séu útflutningsgreinar þjóðarinnar. Að halda því fram er eins og að stinga höfðinu í sandinn til að sóla á sér afturendann.

Hugsaðu sjálfur en láttu ekki einhverja aðra segja þér hvað þú átt að halda.

Sindri Karl Sigurðsson, 15.12.2012 kl. 20:00

13 Smámynd: Sigmar Þormar

Sæll Páll og takk fyrir síðast. Pistill þinn er góður og þú segir skoðanir hispurslaust. Er þó alls ekki sammála þér um að Stefán segir kaupmáttarrýrnum krónunni ,,að kenna". Sé hann ekki nota það orðalag. Krónan er einfaldlega tæki sem notað er til að færa fé (fjármagn er allt annar hlutur gott fólk) frá almenningi til útflutningsgreina þegar áfall verður í þjóðarbúi. Hefur verið gert í 100 ár og óþarfi að fara á límingunum er fræðimenn leggja fram niðurstöður sínar á mannamáli.

Sigmar Þormar, 15.12.2012 kl. 20:29

14 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Það er ekki sama hvernig hlutirnir eru sagðir. Prófessorar sem vilja láta taka sig alvarlega bera ekki á torg torf í frasaformi, líkt og að það sé útflutningsatvinnuveginum, sem við öllu lifum á, að kenna hve fólk hefur það skítt.

Hann gæti þá jafnframt sagt okkur hvaðan fjármagn til atvinnusköpunar og fjárfestingar eigi að koma, fyrst að þeir sem græða peninga mega ekki njóta þess. Ekki kemur það frá Ríkinu, það sóar peningum sem aldrei fyrr.

Sindri Karl Sigurðsson, 15.12.2012 kl. 23:19

15 identicon

Sindri Karl Sigurðsson, 15.12.2012 kl. 20:00: Það er augljóst merki um rökþrot, Sindri Karl, þegar menn fara að grípa til afturendafrasanna. Þá er nú stutt í óræða upprifjun á nazisma.

Þú gerðir líka vel í því félagi að sleppa því að mistúlka mín orð.  Ég hef hvergi haldið því fram að útflutningsgreinar þjóðarinnar séu "ljóti karlinn" (líklega smábarnamál).

Ég hef þvert á móti fulla samúð með útflutningsgreinunum og vill gera veg þeirra sem mestan, enda lærður útflutnings- og markaðsfræðingur!

Hitt er svo annað mál að ég hef einfaldlega meiri samúð með barnafjöslkyldum þessa lands, sérstaklega á aldrinum 20 - 40 ára.

Það vill svo til að ég átti fund með Steingrími og Jóhönnu í Stjórnarráðinu í apríl 2008. Á þeim fundi benti ég tilvonandi skipstjóra og 1. stýrimanni "norrænu velferðarstjórnarinnar" á það að ef þeirra fyrsta verk yrði ekki að bæta hag barnafjölskyldna þessa lands þá væri væntanleg ríkisstjórn andvanda fædd.

Ríkisstjórnin reyndist sannarlega andvana fædd og frasinn um "skjaldborg heimilanna" varð raunverulega að skjaldborg útflutningsatvinnuveganna.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 16.12.2012 kl. 16:42

16 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Jahá, það er stutt í tundrið. Þér finnst semsagt allt hið besta að prófessor með hjálp Ríkisútvarspins (eða öfugt) beri þetta hér á torg (tekið upp af vef Ríkisútvarpsins):

„Tekjur heimilanna eru í raun fluttar beint í einni svipan til útflutningsatvinnuveganna. Og þar eykst hagnaður og batnar afkoma,“ segir Stefán. Það skili hinum almenna neytanda hér á landi litlu. „Það eina sem gerist er að hagnaður eigendanna stóreykst og það eru heimilin sem greiða fyrir það, og enginn annar.“

Er virkilega allt hið besta að henda svona frasa fram, án raka, án útskýringa eða nokkurs sem mögulega gæti hjálpað fólki að skilja um hvað er rætt?

Hvernig skilur þú þessa málsgrein að ofan, sem sett er innan gæsalappa af Ríkisútvarpinu Hilmar?

Hvað finnst þér um innskotið frá fréttamanni, "Það skili hinum almenna neytanda hér á landi litlu."????

Ég er langt í frá rökþrota og get ekki skilið hvaða rök eru fyrir því að verja þetta andskotans bull sem Ríkisútvarpinu tekst að framreiða á þann máta að manni dettur helst í hug TASS fyrir 30 árum. Nazistinn er þitt og ekki bendla mér við hann í þessari umræðu.

Sindri Karl Sigurðsson, 17.12.2012 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband