Stjórnarskráin, hrunið og bylting vinstriflokkanna

Stjórnarskráin ber enga ábyrgð á hruninu, það er ómótmælanleg staðreynd. Ríkisstjórn Samfylkingar og VG ætlaði á hinn bóginn að nota tækifærið eftir hrun og setja varanlegt mark sitt á Ísland. Og hvað er betur til þess fallið en að setja landinu nýja stjórnarskrá.

Allt frá amerísku byltingunni og þeirri frönsku, báðar á 18. öld, eru stjórnarskrár óræk sönnun þess að gamla skipulaginu hafi verið hent út í hafsauga. Með nýrri stjórnarskrá ætluðu Jóhanna Sig. og Steingrímur J. að sópa í burtu ,,gamla Íslandi" og ,,Ísland vinstriflokkanna" átti að taka við.

Tvennt kom í veg fyrir að áætlun Samfylkingar og VG gengi fram. Í fyrsta lagi þykir þjóðinni vænt um lýðveldið sitt og finnst engin ástæða til að breyta því í grundvallaratriðum. Í öðru lagi var engin samstaða milli Samfylkingar og VG um hvernig ,,vinstra Ísland" ætti að líta út. Samfylkingin sá fyrir sér Ísland í faðmi Evrópusambandsins en VG var með hugmynd um ,,norrænt velferðarríki".

Þegar þjóðin felldi Icesave-samningana rann byltingin út í sandinn. Kjör Ólafs Ragnars til forseta lýðveldisins á liðnu sumri staðfesti tap vinstriflokkanna. Núna stendur yfir gagnbylting sem mun skila okkur nýrri ríkisstjórn í vor. 


mbl.is Gæti veikt vald ríkisstjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband